fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Jóhann Berg ætlar ekki að hætta með landsliðinu: „Ef landsliðsþjálfarinn vill fá mig þá mæti ég“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. desember 2020 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley ætlar ekki að hætta með landsliðinu þrátt fyrir þrálát meiðsli síðustu ár. Kantmaðurinn hefur misst mikið út vegna meiðsla.

Á deginum sínum er Jóhann Berg lykilmaður í liði Burnley og íslenska landsliðinu og hefur verið það síðustu ár.

„Maður hefur hugsað alls konar hluti, þegar maður er í svona meiðslum þá hugsar maður út í hvað maður geti gert. En eins og er hugsa ég ekki út í að hætta með landsliðinu,“ sagði Jóhann við Símann Sport um málið og Fótbolti.net fjallar um.

Jóhann er þrítugur og vonast til þess að landsliðið eigi nokkur góð ár eftir áður en allt er búið.

„Ég er bara þrítugur. Auðvitað hef ég verið mikið meiddur en ég þarf bara að komast í gegnum þetta. Við sem landslið eigum nokkur góð ár eftir og ég vil taka þátt í því. Líka núna þegar drátturinn er á næsta leyti þá vill maður taka þátt í því. Ef landsliðsþjálfarinn vill fá mig þá mæti ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta þarf að gerast svo að Manchester United geti unnið deildina

Þetta þarf að gerast svo að Manchester United geti unnið deildina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru mennirnir tveir sem kveikt hafa í Luke Shaw

Þetta eru mennirnir tveir sem kveikt hafa í Luke Shaw
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er atvikið sem stuðningsmenn Liverpool eru brjálaðir yfir

Þetta er atvikið sem stuðningsmenn Liverpool eru brjálaðir yfir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Roy Keane: „Þeir munu fara niður sem eitt versta lið í sögunni“

Roy Keane: „Þeir munu fara niður sem eitt versta lið í sögunni“
433Sport
Í gær

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra
433Sport
Í gær

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins
433Sport
Í gær

Sameiginlegt lið Manchester United og Liverpool – Neville velur fáa úr United

Sameiginlegt lið Manchester United og Liverpool – Neville velur fáa úr United
433Sport
Í gær

Manchester City tilbúnir að eyða 200 milljónum punda næsta sumar

Manchester City tilbúnir að eyða 200 milljónum punda næsta sumar