fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
433Sport

Rúnar Alex í sviðsljósinu: „Ég verð að hugsa svona“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 08:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson mun leika sinn þriðja leik fyrir Arsenal þegar liðið mætir Rapíd Vín í Evrópudeildinni í kvöld. Íslenski markvörðurinn gekk í raðir Arsenal í sumar og hefur heillað í þessum fyrstu leikjum sínum.

Rúnar Alex sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Lundúnum í gær fyrir leik kvöldsins. Hann kveðst trúa því að hann geti slegið Bernd Leno út úr markinu.

Leno er fyrsti kostur Arsenal í markið um þessar mundir en Rúnar ætlar sér að setja pressu á hann. „Það á að vera hugarfar allra að vila spila,“ sagði Rúnar Alex.

„Staða þín á ekki að skipta máli, markverðir eru kannski öðruvísi en þú verður að hafa hugarfarið um að setja pressu á það að vera fyrsti kostur.

„Hvort sem það gerist eða ekki, það getur tekið viku, mánuð eða eitt ár. Þú verður alltaf að haga hugarfarið, ef ekki þá ertu ekki í réttri vinnu.“

Rúnar er öruggur á því að hann hafi hæfileikana til að vera fyrsti kostur Arsenal. „100 prósent, annars væri ég ekki hjá þessu félagi. Ég verð að hugsa svona, að ég geti spilað og hafa trú á eigin hæfileikum.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýtti sér orð Carragher um sig til að bæta leik sinn – Hefur nú skorað í þremur leikjum í röð

Nýtti sér orð Carragher um sig til að bæta leik sinn – Hefur nú skorað í þremur leikjum í röð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnustjóri Aston Villa sýndi lipra takta í fyrri hálfleik – Fékk rautt í seinni hálfleik

Knattspyrnustjóri Aston Villa sýndi lipra takta í fyrri hálfleik – Fékk rautt í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Wenger fer fögrum orðum um Özil – Segir stutt í að hann sýni sitt besta

Wenger fer fögrum orðum um Özil – Segir stutt í að hann sýni sitt besta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Endalok Juan Mata í Manchester nálgast

Endalok Juan Mata í Manchester nálgast
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þurfa að greiða Íslandsvini um 200 milljónir – Ráku hann eftir ölvunarakstur

Þurfa að greiða Íslandsvini um 200 milljónir – Ráku hann eftir ölvunarakstur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Manchester United með samsæriskenningu eftir nýjasta útspil Ronaldo

Stuðningsmenn Manchester United með samsæriskenningu eftir nýjasta útspil Ronaldo