fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
433Sport

Morgunblaðinu var bannað að ræða við hetjuna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 08:28

Berglind fagnar marki sínu sem skaut Íslandi á EM. Mynd/KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið er komið inn á Evrópumótið sem fram fer á Englandi árið 2022. Íslenska liðið tryggði sig inn á mótið á þriðjudag með 1-0 sigri á Ungverjalandi, hagstæð úrslit í öðrum riðlum síðar um kvöldið tryggðu miðann á Evrópumótið.

Morgunblaðið líkt og aðrir fjölmiðlar fjölluðu um þetta merka afrek hjá stelpunum sem eru komnar inn á sitt fjórða Evrópumót í röð.

Kristján Jónsson blaðamaður Morgunblaðsins upplýsir um það í blaði dagsins að Morgunblaðinu hafi verið bannað að ræða við tvo leikmenn liðsins. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoraði sigurmark Íslands fékk ekki að ræða við Morgunblaðið.

„Sjálfsagt hafa ein­hverj­ir les­end­ur blaðsins velt því fyr­ir sér hvers vegna ekki var leitað viðbragða Berg­lind­ar Bjarg­ar Þor­valds­dótt­ur. Hún skoraði markið mik­il­væga en hef­ur ekki átt fast sæti í byrj­un­arliðinu. Mér þykir því eðli­leg­ast að upp­lýsa les­end­ur um að við feng­um ekki að ræða við Berg­lindi að leikn­um lokn­um. Við feng­um þau skila­boð frá KSÍ að ekki væri í boði að ræða við Berg­lindi né fyr­irliða liðsins, Söru Björk Gunn­ars­dótt­ur. Ástæðan var sú að þær höfðu þá farið í sjón­varps­viðtal,“ skrifar Kristján í Morgunblaðið í dag.

Morgunblaðinu var boðið að ræða við aðra leikmenn liðsins en Kristján á erfitt með að fá botn í af hverju KSÍ hefur uppi þessa dreifireglu. „Tengiliður okk­ar bauð okk­ur að ræða við aðra leik­menn, og var hjálp­leg­ur við að bjarga því, en þarna virðist vera ein­hver dreifi­regla hjá KSÍ. Leik­menn fari ekki í fleiri en eitt viðtal eft­ir lands­leiki. Mun það einnig hafa verið gert eft­ir um­spils­leik­inn hjá körl­un­um í Búdapest. Við gát­um verið með viðbrögð frá Söru á mbl.is og í Morg­un­blaðinu vegna þess að komið var á blaðamanna­fundi með henni þegar fyr­ir lá að sæti á EM væri í höfn.“

„Dreifi­reglu sem þessa hef ég ekki rekið mig á áður og botna lítið í henni. Í starf­inu er ég í sam­skipt­um við fleira íþrótta­fólk, og fleiri landslið, en knatt­spyrnu­fólkið. Hjá bæði HSÍ og KKÍ mæt­ir manni það viðmót að starfs­menn reyna að bjarga flest­um ef ekki öll­um þeim viðtöl­um sem við ósk­um eft­ir. Hvort sem við höf­um haft efni á því að fara utan á viðburðinn eða sitj­um heima. Senda jafn­vel sjálf viðtöl heim til að auka um­fjöll­un.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea horfir fyrst og síðast til Þýskalands – Þrjú nöfn á blaði

Chelsea horfir fyrst og síðast til Þýskalands – Þrjú nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þurfa að greiða Íslandsvini um 200 milljónir – Ráku hann eftir ölvunarakstur

Þurfa að greiða Íslandsvini um 200 milljónir – Ráku hann eftir ölvunarakstur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umræðan fór fyrir brjóstið á Almari – „Það var í fyrsta skipti sem Twitter var að koma inn á Íslandi“

Umræðan fór fyrir brjóstið á Almari – „Það var í fyrsta skipti sem Twitter var að koma inn á Íslandi“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað gerir Kolbeinn Sigþórsson?

Hvað gerir Kolbeinn Sigþórsson?
433Sport
Í gær

Aðdáendur í sjokki – „Þetta er ekki Torres heldur glímkappinn sem át hann“

Aðdáendur í sjokki – „Þetta er ekki Torres heldur glímkappinn sem át hann“
433Sport
Í gær

Klúður ársins – „1-0 fyrir Arsenal, hann fer nú ekki að klúðra þaðan“

Klúður ársins – „1-0 fyrir Arsenal, hann fer nú ekki að klúðra þaðan“