fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Draumur Arons í Bandaríkjunum enn á lífi – „Ég hlakka til að sjá hvað ger­ist núna“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 10:55

© 365 ehf / Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson framherji Hammarby í Svíþjóð nýtti sér riftunarákvæði í samningi sínum við félagið og mun yfirgefa félagið á næstu dögum. Aron getur því samið við nýtt félag í janúar.

Aron sem er þrítugur átti frábært tímabil með Hammarby og skoraði tólf mörk í 22 leikjum eftir brösuga byrjun vegna meiðsla.

Aron stefnir á það að spila í sterkari deild en hann kom til Hammarby fyrir einu og hálfu ári eftir dvöl hjá Werder Bremen í Þýskalandi. „Ég veit ekki hvert ég mun fara en staðan er orðin þannig að ég mun fara í janú­ar og róa á ný mið. Ég fer inn í glugg­ann og bíð eft­ir ein­hverju spenn­andi,“ sagði Aron við Morgunblaðið .

Aron hafði áður spilað með AGF í Danmörku, AZ Alkmaar í Hollandi og Werder Bremen. „Það var kannski ekki planið en það var draum­ur­inn; að taka eitt skref til baka til að taka tvö áfram. Ég var í þriðju sterk­ustu deild í heimi og ég veit að ég get spilað í sterk­ustu deild­un­um. Ég hef sannað það og ég hef líka sannað að ég get komið mér í leik­form aft­ur og ég er bú­inn að spila fullt af leikj­um, skora mörk og standa mig vel. Þetta eru spenn­andi tím­ar og ég hlakka til að sjá hvað ger­ist núna.“

Rúm fimm ár eru síðan að Aron lék síðast landsleik með Bandaríkjunum en hann á að baki 19 landsleiki fyrir þjóðina. Hann kaus að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland. Gregg Ber­halter þjálfari Bandaríkjanna hefur fylgst með uppgangi Arons síðustu mánuði. „Ég talaði við þjálf­ar­ann fyr­ir um það bil mánuði. Við átt­um gott spjall um framtíðina og hvað er að ger­ast. Hann var ánægður með að ég væri kom­inn í gott leik­form aft­ur. Hann veit hvað ég get og hann var spennt­ur fyr­ir mér. Hann talaði vel til mín og gaf það í skyn að ég fengi að sýna aft­ur hvað í mér býr með landsliðinu. Það var ánægju­legt fyr­ir mig að heyra að hann hefði áhuga á að hafa mig í hópn­um,“ sagði Aron við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Thiago Silva í vandræðum – Gæti verið á leiðinni í bann

Thiago Silva í vandræðum – Gæti verið á leiðinni í bann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester City tilbúnir að eyða 200 milljónum punda næsta sumar

Manchester City tilbúnir að eyða 200 milljónum punda næsta sumar
433Sport
Í gær

Aftur í tímann: Paul Scholes reyndi að kýla Xabi Alonso

Aftur í tímann: Paul Scholes reyndi að kýla Xabi Alonso