fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Hlátur og grátur í lífi Gylfa Þórs síðustu vikur: „Ég hreinlega get ekki beðið eftir föðurhlutverkinu“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að lífið hafi leikið við besta knattspyrnumann Íslands, Gylfa Þór Sigurðsson síðustu daga og vikur. Eftir vonbrigði með íslenska landsliðinu þegar liðinu mistókst að komast inn á Evrópumótið, hefur Gylfi sprungið út með Everton og þau gleðitíðindi bárust á dögunum að hann og eiginkona hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni.

Gylfi Þór hefur síðasta áratuginn verði fremstur í flokki í íslenska landsliðinu en nýr þjálfari var kynntur til leiks í vikunni. Arnar Þór Viðarsson mun stýra íslenska liðinu næstu árin. Arnar sagði á fréttamannafundi fyrr í vikunni að kynslóðaskipti væru ekki til í fótbolta og Gylfi Þór tekur undir það.

„Kynslóðaskipti eða ekki kynslóðaskipti, það eru bara bestu leikmennirnir valdir. Við höfum verið bestir undanfarin ár og erum ennþá bestir, stór hluti af hópnum er á besta aldri. Það hafa auðvitað nokkrir mikilvægir leikmenn verið að eiga við meiðsli í gegnum tíðina, auðvitað þarf alltaf að vera með unga leikmenn, sem koma inn reglulega ef þeir eru nógu góðir. Þeir koma þá inn, það eru kannski 2-3 leikmenn sem eru að fara í síðustu leikina með landsliðinu. Það eru alltaf leikmenn sem eru að hætta eða koma inn, stærstu hluti af þessum hóp ætti að vera til staðar í nokkur ár í viðbót,“ sagði Gylfi Þór þegar við slóum á þráðinn til hans í vikunni, hann var þá á heimleið eftir æfingu hjá Everton.

Íslenska liðið var nokkrum mínútum frá sæti á Evrópumótinu næsta sumar, súrt tap í Ungverjalandi var erfiður biti að kyngja fyrir Gylfa og aðra landsliðsmenn. „Ég get ekki sagt annað, þetta var mjög erfitt. Það var leikur við Danina strax eftir þennan leik, þetta tók nokkrar vikur að jafna sig. Það hefði verið auðveldara að gleyma þessu hefði maður bara tapað 3-0, það er erfitt að fá þetta svona í lokin. Maður er enn að svekkja sig á þessu núna þegar maður byrjar að ræða þetta,“ sagði Gyfli niðurlútur að rifja upp augnablikið í Búdapest, þar sem draumur Íslands um þriðja stórmótið í röð fór út um gluggann.

GettyImages

Nýtur þess að spila fótbolta aftur:

Eins og flestum ætti að vera kunnugt leikur Gylfi Þór með Everton í ensku í úrvalsdeildinni. Eftir að hafa upplifað bekkjarsetu og mótlæti í upphafi tímabils hefur hann sannað ágæti sitt síðustu daga, hann hefur borið fyrirliðaband liðsins og verið jafn besti leikmaður í liðsins í sigrum gegn stórum liðum.

„Þetta er frábært, bæði að við séum búnir að snúa við þeim kafla þar sem við vorum ekki að spila vel og ekki að ná í úrslit. Ég er mjög sáttur, ég hef byrjað síðustu þrjá leiki og verið að spila í minni stöðu. Aðeins framar á vellinum, það er allt annað. Ég er að njóta þess að spila fótbolta aftur,“ sagði Gylfi.

Eftir að Carlo Ancelotti tók við þjálfun liðsins Gylfi mest notaður sem varnarsinnaður miðjumaður, síðustu vikur hefur hann hins vegar spilað framar á vellinum og nýtur þess í botn.

„Það er mjög leiðinlegt að vera á bekknum, ég hef ekkert gaman af því. Maður á ekki tíu ár eftir í fótboltanum og vill vera að spila þessi síðustu ár, að spila djúpur á miðjunni er eitthvað sem maður getur gert í einn og einn leik. Í svona langan tíma að vera að spila varnarhlutverk, ég hef ekki gaman af því. Ég nýtist ekki best þar.“

„Að fá að vera svona framarlega, að verjast með framherjunum í stað þess að verjast inni í sínum eigin teig. Það er himinn og haf á milli, það er allt miklu betra þegar maður er að vinna leikina. Við erum að vinna í þessum leikjum Chelsea, Arsenal og Leicester, sem eru öll mjög góð lið. Síðasta vika var algjörlega frábær, að ná í níu stig og snúa við genginu.“

Everton situr sem stendur í fjórða sæti deildarinnar, deildin er jafnari en áður og lið virðast geta tapað stigum hvenær sem er. „Þetta er svakaleg deild, þú veist ekkert hvar þú munt tapa stigum eða taka stigin. Þetta hefur oft verið svona að allir leikir eru erfiðir, en aldrei eins erfiðir og núna. Þetta er mjög jafnt og maður veit ekkert hvernig þetta spilast næstu vikurnar.

Kom aldrei til greina að fara til Sádí Arabíu:

Talsvert var rætt og ritað um framtíð Gylfa Þórs hjá Everton í sumar, hann íhugaði aldrei að fara og Everton var ekki með nein plön um að selja hann. „Það kom þannig séð aldrei neitt upp, aldrei frá mér og aldrei frá liðinu. Ég vissi af einhverjum áhuga hér og þar, það var ekki í plönunum hjá mér eða Everton.

Erlendir miðarl hafa sagt frá tilboði sem Gylfi fékk frá Sádí Arabíu, þar er vel borgað en það heillaði ekki Gylfa. „Nei, ég var ekkert að fara þangað.“

Hátið fótboltans:

Jólin eru svo sannarlega hátíð fótboltans, þétt er spilað í ensku úrvalsdeildinni og er Gylfi spenntur fyrir komandi átökum. „Þetta verður skemmtileg, þetta er einn skemmtilegasti tími ársins. Leikir og lítið um æfingar, það er alltaf þetta sama álag í kringum jólin. Mikilvægur tími núna í kringum jólin og fram í janúar, þau lið sem verða í góðum málum eftir 4-6 vikur verða að keppast um sigur í deildinni og Meistaradeildarsæti.“

Everton er eitt fárra liða sem fær að hafa áhorfendur á vellinum og segir það muna miklu. „Það er ótrúlegur munur, þó að þetta séu bara 2 þúsund áhorfendur. Þetta skiptir miklu máli en það var í raun bara skrýtið að spila aftur fyrir framan áhorfendur í fyrsta leiknum, það var á móti Chelsea. Vonandi er hægt að halda þessu áfram og fjölga í hópnum á næstu mánuðum.

Gylfi kveðst sjaldan hafa verið í betrai formi þrátt fyrir að vera 31 árs og á sínu 13 tímabili sem atvinnumaður. „Mér líður mjög vel, á einhvern ótrúlegan hátt líður mér bara jafnvel og kannski betur bara en þegar ég var 20-23 ára. Það hefur ekkert verið vesen fyrir mig.

Gylfi Þór og Alexandra / GettyImages

Beðið lengi eftir föðurhlutverkinu:

Gylfi og eiginkona hans, Alexandra Helga greindu frá því á dögunum að þau muni á nýju ári eignast sitt fyrsta barn. Alexandra hefur sagt frá því að ferlið að þungun hennar hafi tekið fimm ár, Gylfi er vægast sagt spenntur fyrir nýju hlutverki.

„Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu mjög lengi, það er ekkert smá gaman að það sé barn á leiðinni. Ég bara hreinlega get ekki beðið,“ sagði Gylfi og heyra mátti spennuna í rödd hans.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær