Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Tryggvi Hrafn til Vals

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Hrafn Haraldsson gengur til liðs við Val frá Lilleström þar sem hann lék síðustu mánuði Trygvi var á láni hjá Lilleström frá ÍA.

Samningur hans við ÍA var hins vegar á enda og fer hann til Vals, líkt og Arnór Smárason sem kom til Vals frá Lilleström á dögunum.

Tryggvi hafði rætt við Val fyrr á árinu en ákvað að taka slaginn með Lilleström þegar það tilboð kom á hans borð, flestir töldu að Tryggvi yrði áfram í Noregi eftir gott gengi. Hann kaus hins vegar frekar að koma heim í Val.

Tryggvi gerir þriggja ára samning. Þessi öflugi leikmaður sem fæddur er 1996 lék 17 leiki með ÍA á nýliðnu tímabili og gerði í þeim 13 mörk. Hann á að baki 72 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 25 mörk. Tryggvi hefur einnig leikið með sænska liðinu Halmstad. Hann gekk til liðs við Lilleström í Noregi í sumar og lék með þeim 11 leiki og gerði 4 mörk. Tryggvi átti stóran þátt í að Lilleström vann sig upp um deild í ár.

Tryggvi á að baki 13 landsleiki með U21 og 4 leiki með A landsliði Íslands og skorað í þeim 2 mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rússagullið klárt fyrir kaup sumarsins

Rússagullið klárt fyrir kaup sumarsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aulabárðurinn Owen birti kostulegt myndband af sér

Aulabárðurinn Owen birti kostulegt myndband af sér
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrirliði Liverpool fór undir hnífinn – Óvíst hvenær hann getur spilað aftur

Fyrirliði Liverpool fór undir hnífinn – Óvíst hvenær hann getur spilað aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Alisson í sárum eftir andlát föður síns – Getur ekki mætt í útför hans

Alisson í sárum eftir andlát föður síns – Getur ekki mætt í útför hans
433Sport
Í gær

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið
433Sport
Í gær

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma

Ancelotti vill vera sem lengst hjá Everton sem sér fram á spennandi tíma