fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
433Sport

Gylfi Þór um ráðninguna á Arnari Þór: „Erfitt að segja til um hvað hann ætlar að gera“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 08:30

Gylfi Þór Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og líklega besti landsliðsmaður í sögu þjóðar er spenntur fyrir því að vinna með Arnari Þór Viðarssyni. KSÍ staðfest í gær að Arnar Þór væri nýr landsliðsþjálfari og að Eiður Smári Guðjohnsen yrði honum til halds og trausts.

Arnar og Eiður Smári taka við liði sem hefur gert vel undanfarin ár, einhverjar áherslubreytingar koma með nýjum mönnum en lítill tími er til stefnu.

„Mér líst bara vel á hann, ég hef ekkert kynnst honum sem þjálfara en hef bara heyrt góða hluti um hann. Hann hafði verið í þjálfun erlendis um nokkurt skeið áður en að hann kom heim, vonandi kemur hann vel inn,“ sagði Gylfi Þór 433.is ræddi við hann í gær.

Ítarlegt viðtal við Gylfa um síðustu vikur hjá Everton, sögur um að hann væri á förum frá Everton i sumar og komandi hlutverk hans í lífinu birtist hér á vefnum á aðfangadag.

Ísland hefur leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar, strax í mars á næsta ári. Þétt verður spilað. „Það eru mikilvægir tímar fram undan, undankeppnin byrjar strax í mars og hann fær ekkert mikinn tíma til að koma inn með sínar hugmyndir. Það eru þrír leikir í mars, það er mikilvægt að við byrjum vel strax.“

Íslenska liðið mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í mars og ljóst að Arnar færi aðeins tvær til þrjár æfingar í starfi áður en haldið er út í alvöruna.

„Venjulega eru fleiri dagar til æfinga fyrir fyrsta leik, það er stutt á milli núna þegar það er búið að bæta við þessum auka leiki. Það er erfitt að segja til um hvað hann ætlar að gera, við erum búnir að spila það lengi saman. Við vitum hvernig við náum árangri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Odion Ighalo yfirgefur Manchester United – „Eitt sinn rauður ávallt rauður“

Odion Ighalo yfirgefur Manchester United – „Eitt sinn rauður ávallt rauður“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmaður Messi sannar að hann sé betri markaskorari en Ronaldo

Stuðningsmaður Messi sannar að hann sé betri markaskorari en Ronaldo
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skotæfing Newcastle fyrir leikinn gegn Leeds – „Hvað í andskotanum erum við að æfa“

Skotæfing Newcastle fyrir leikinn gegn Leeds – „Hvað í andskotanum erum við að æfa“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölva spáir fyrir um úrslit meistaradeildarinnar

Ofurtölva spáir fyrir um úrslit meistaradeildarinnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Thomas Tuchel ráðinn sem stjóri Chelsea (Staðfest)

Thomas Tuchel ráðinn sem stjóri Chelsea (Staðfest)