fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

KSÍ borgaði FH bætur til að losa Eið Smára úr starfinu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 14:43

Eiður Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands borgaði FH bætur til að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi þjálfara FH. Eiður Smári var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands þegar Arnar Þór Viðarsson var ráðinn þjálfari.

Arnar og Eiður náðu góðum árangri saman með U21 árs landsliðið. Eiður hafði ráðið sig til starfa hjá FH eftir að hafa stýrt liðinu í sumar með Loga Ólafssyni.

Eiður fékk sig lausan úr starfinu hjá FH þegar KSÍ hafði sambandið. „Við komumst að mjög góðu samkomulagi um það, við áttum ágætis spjall um það. Það var til málamyndunnar sem við greiddum bætur út frá þessu raski sem FH-ingar verða fyrir að missa Eið Smára,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ á fréttamannafundi um málið í dag.

KSÍ hafði gefið Eiði Smára leyfi til að stýra FH í sumar þegar hann var með samning um þjálfun hjá U21 liðinu. Ekki kom fram í máli Guðna hversu há upphæðin var.

„Miðað við hvernig sá samningur var, þá var þetta auðsótt mál. Við áttum í góðum samskiptum, við létum Eið Smára til FH í sumar. Það gekk vel, ég vil þakka FH fyrir þennan skilning. Þetta gekk allt saman mjög vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pogba hatar að vera á bekknum hjá United – „Ég er sigurvegari“

Pogba hatar að vera á bekknum hjá United – „Ég er sigurvegari“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr fangelsi í tónlistina – Ronaldinho í faðmi léttklæddra kvenna vekur athygli

Úr fangelsi í tónlistina – Ronaldinho í faðmi léttklæddra kvenna vekur athygli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tekjurnar miklu minni vegna veirunnar – Þessi félög töpuðu mest

Tekjurnar miklu minni vegna veirunnar – Þessi félög töpuðu mest
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir skilnað – Myndband af honum nöktum með ungri konu í umferð

Staðfestir skilnað – Myndband af honum nöktum með ungri konu í umferð
433Sport
Í gær

Stjórnmálamaður hjólar í heilalausa knattspyrnumenn – „Þetta er mjög slæmt“

Stjórnmálamaður hjólar í heilalausa knattspyrnumenn – „Þetta er mjög slæmt“
433Sport
Í gær

Jón Guðni Fjóluson hefur náð samkomulagi við Hammarby

Jón Guðni Fjóluson hefur náð samkomulagi við Hammarby