fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
433Sport

Góðar líkur á að Lagerback komi inn í teymi Arnars og Eiðs – Fundað eftir áramót

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 14:12

Endurkoma?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur eru á að Lars Lagerback komi inn í þjálfarateymi Arnars Þórs Viðarssonar hjá íslenska landsliðinu. Þetta kom fram á fréttamannafundi í dag.

Arnar Þór var ráðinn þjálfari Íslands í dag og Eiður Smári Guðjohnsen verður hann aðstoðarmaður. Lagerback gæti komið inn í það teymi

„Við höfum talað við Lars, við erum spenntir fyrir því að fá hann með okkur inn í undankeppnina hjá HM. Það er einfaldlega vegna þess að hann býr yfir gríðarlegri reynslu og gæðum, við teljum það að ef Lars er til í að koma inn í starfsliðið okkar. Þá mun það styrkja okkur til muna, hann er ný hættur með norska landsliðið og við skiljum að hann er ekki klár í að hoppa inn alveg strax,“ sagði Arnar Þór á fundi í dag.

Lagerback stýrði Íslandi á EM 2016 með Heimi Hallgrímssyni en var rekinn úr starfi hjá Noregi á dögunum. Hann mun funda með Arnari og Eiði Smára eftir áramót.

„Við erum búnir að tala okkur saman um að beint eftir áramót þá munum við hitta hann, hann kemur til Íslands eða við hittum hann. Þá stillum við öllum þeim hlutum upp, vonandi stígur hann inn í þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Lukaku og Zlatan létu ljót orð falla – Lá við handalögmálum

Sjáðu myndbandið: Lukaku og Zlatan létu ljót orð falla – Lá við handalögmálum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skotæfing Newcastle fyrir leikinn gegn Leeds – „Hvað í andskotanum erum við að æfa“

Skotæfing Newcastle fyrir leikinn gegn Leeds – „Hvað í andskotanum erum við að æfa“
433Sport
Í gær

Arnór Guðjohnsen gat ekki beðið lengur eftir Björgólfi og tók ákvörðun

Arnór Guðjohnsen gat ekki beðið lengur eftir Björgólfi og tók ákvörðun
433Sport
Í gær

Rooney fær hluta af launum seint og síðar meir

Rooney fær hluta af launum seint og síðar meir
433Sport
Í gær

Tjáir sig um framtíð Rúnars Alex í Lundúnum eftir fréttirnar sem bárust fyrir helgi

Tjáir sig um framtíð Rúnars Alex í Lundúnum eftir fréttirnar sem bárust fyrir helgi
433Sport
Í gær

Þessir leikmenn hafa spilað mest á þessu tímabili – Fjórir í ensku deildinni

Þessir leikmenn hafa spilað mest á þessu tímabili – Fjórir í ensku deildinni