fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
433Sport

Eiður Smári Guðjohnsen hættir sem þjálfari FH

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen mun láta af störfum sem þjálfari FH í efstu deild karla í knattspyrnu. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Eiður var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla en hann tók við þjálfun FH um mitt sumar. Eftir gott gengi með FH í sumar var svo Eiður ráðinn til næstu ára í Hafnarfirði.

Hann mun hins vegar láta af störfum en óvíst er hver tekur við FH. Eftir að ljóst var að Eiður Smári færi aftur til starfa hjá KSÍ eru Logi Ólafsson og Ólafur Jóhannesson orðaðir við starfið í Kaplakrika.

Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari karla en hann og Eiður Smári náðu frábærum árangri með U21 árs liðiðð.

Eiður Smári er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins ásamt Kolbeini Sigþórssyni.

Eiður Smári, sem er fæddur 1978 og hefur lokið UEFA B þjálfaragráðu, lék með 15 félagsliðum í 9 löndum frá árinu 1994 til 2016. Hann hefur leikið 88 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk, auk fjölmargra leikja og marka fyrir yngri landslið Íslands.

Fyrstu leikir A landsliðs karla undir stjórn Arnars Þórs og Eiðs verða leikir í undankeppni HM 2022 – þrír útileikir í mars 2021. Þá hafa verið staðfestir tveir vináttuleikir í júní – útileikir gegn Færeyjum og Póllandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Má ekki eiga eiginkonu – Bróðir hans pakkaði honum saman

Má ekki eiga eiginkonu – Bróðir hans pakkaði honum saman
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kun Aguero með COVID-19

Kun Aguero með COVID-19
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rúrik brást ekki vel við þegar hann fékk tilboðið – „Ég segi bara eins og keppandi í ungfrú Ísland“

Rúrik brást ekki vel við þegar hann fékk tilboðið – „Ég segi bara eins og keppandi í ungfrú Ísland“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Pogba skorar bara mörk í heimsklassa á þessu tímabili

Sjáðu myndbandið – Pogba skorar bara mörk í heimsklassa á þessu tímabili
433Sport
Í gær

Knattspyrnustjóri Aston Villa sýndi lipra takta í fyrri hálfleik – Fékk rautt í seinni hálfleik

Knattspyrnustjóri Aston Villa sýndi lipra takta í fyrri hálfleik – Fékk rautt í seinni hálfleik
433Sport
Í gær

Manchester City tyllti sér á toppinn með sigri á Aston Villa – Nær Manchester United að svara í kvöld

Manchester City tyllti sér á toppinn með sigri á Aston Villa – Nær Manchester United að svara í kvöld