fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Eiður Smári gat ekki sleppt tækifærinu – „Þegar við erum ósammála þá hækka ég yfirleitt róminn“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 16:00

© 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil þakka FH-ingum fyrir frábært tækifæri í sumar, ég átti frábæran en stuttan tíma þar. Það er gott að allir gátu komist sáttir frá borði, hjálpað mér að fá þetta tækifæri. Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri, mikil áskorun en skemmtileg,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari karla.

Eiður Smári lét af störfum sem þjálfari FH á sama tímapunkti en hann taldi sig ekki getað sleppt tækifærinu þegar KSÍ bauð honum starf.

Eiður mun vinna með Arnari Þór Viðarssyni en þeir unnu saman með U21 árs landsliðinu og komu liðinu inn á EM. „Það er skipt til helminga hvernig við vinnum, ég er aðstoðarmaður Arnars og hann aðstoðarmaður minn. Þetta snýst allt um að liðið spili á sinni bestu getu og við náum úrslitum.“

Eiður er markahæsti leikmaður í sögu Íslands ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Núna erum við að fara að þjálfa karlmenn, sumir í U21 voru strákar. Það er tilhlökkun í þeim efnum.“

Eiður og Arnar Þór léku lengi vel saman í landsliðinu og voru herbergisfélagar í mörg ár. „Við eigum einstakt samband, bæði innan sem utan vallar og á hliðarlínunni. Það er fátt sem ég sé koma upp sem gæti slitið því sambandi, þegar við erum ósammála þá hækka ég yfirleitt róminn og Arnar tekur undir það.“

Eiður lék lengi vel með þeim leikmönnum sem nú eru til taks í hópnum, það er ekki áhyggjuefni. „Þetta snýst ekki um að vera vinur þeirra og þekkja þá rosalega vel. Það er gott að sjá hvernig þeim líður inni á vellinum. Við búum til ramma sem þjálfarar og leikmenn fara eftir, þeirra hlutverk er að mynda sína stemmingu og hópa, burtséð frá okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pogba hatar að vera á bekknum hjá United – „Ég er sigurvegari“

Pogba hatar að vera á bekknum hjá United – „Ég er sigurvegari“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr fangelsi í tónlistina – Ronaldinho í faðmi léttklæddra kvenna vekur athygli

Úr fangelsi í tónlistina – Ronaldinho í faðmi léttklæddra kvenna vekur athygli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tekjurnar miklu minni vegna veirunnar – Þessi félög töpuðu mest

Tekjurnar miklu minni vegna veirunnar – Þessi félög töpuðu mest
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir skilnað – Myndband af honum nöktum með ungri konu í umferð

Staðfestir skilnað – Myndband af honum nöktum með ungri konu í umferð
433Sport
Í gær

Stjórnmálamaður hjólar í heilalausa knattspyrnumenn – „Þetta er mjög slæmt“

Stjórnmálamaður hjólar í heilalausa knattspyrnumenn – „Þetta er mjög slæmt“
433Sport
Í gær

Jón Guðni Fjóluson hefur náð samkomulagi við Hammarby

Jón Guðni Fjóluson hefur náð samkomulagi við Hammarby