fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Segir Klopp nýta sér fjölmiðla líkt og Ferguson til að stjórna umræðunni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand sérfræðingur BT Sport segir að Jurgen Klopp stjóri Liverpool noti fjölmiðla eins og Sir Alex Ferguson til að taka athyglina af frammistöðu leikmanna.

Klopp hefur farið mikinn síðustu vikur vegna leikjaálags og hefur hann skellt skuldinni á sjónvarpsstöðvarnar í Bretlandi. Ferguson var þekktur fyrir það á sínum tíma að nota fjölmiðla til að taka athyglina af liðinu.

„Ferguson hélt stundum ræðu yfir liðinu og var eins rólegur og hægt var, svo fór hann í viðtal og þú sást hann gjörsamlega trylltan þar um einhverja ákvörðun úr leiknum,“ sagði Ferdinand um hvernig Ferguson hafi verið í stjóratíð sinni.

„Hann tók athyglina af einhverjum leikmanni eða frammistöðu liðsins sem hafði haft áhrif á okkur. Hann stjórnaði umræðunni og það er það sem Klopp er að gera mjög vel þessa dagana.“

„Klopp talar um atvik utan vallar sem tekur athyglina af frammistöðu liðsins eða litlum atvikum í leiknum sem hefðu annars verið til umræðu.“

Peter Crouch tók í sama streng á BT Sport í gær. „Ferguson fór alltaf að tala um landsleikina og álagið sem var í kringum þá, Mourinho gerir þetta líka. Allir bestu stjórarnir nýta sér þetta.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United
433Sport
Í gær

Var hlegið að honum þegar hann bað um ráð fyrir sjö árum – Fagnaði sigri á dögunum

Var hlegið að honum þegar hann bað um ráð fyrir sjö árum – Fagnaði sigri á dögunum
433Sport
Í gær

Tölfræði Liverpool með og án Van Dijk kemur verulega á óvart

Tölfræði Liverpool með og án Van Dijk kemur verulega á óvart