fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Giroud skoraði fjögur mörk – Manchester United tapaði fyrir PSG

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 21:57

Olivier Giroud / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld með sex leikjum. Olivier Giroud skoraði öll mörk Chelsea í 0-4 sigri gegn spænska liðinu Sevilla. Þá tapaði Manchester United 1-3 á heimavelli fyrir franska liðinu PSG. Lestu um úrslit kvöldsins hér.

Í E-riðli skoraði Olivier Giroud öll mörk Chelsea í 0-4 sigri á spænska liðinu Sevilla. Bæði lið voru búin að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar fyrir leikinn.

Í H-riðli tapaði Manchester United á heimavelli fyrir Paris Saint-Germain. Sigur í leiknum hefði tryggt United sæti í 16- liða úrslitum. Neymar kom PSG yfir með marki á 6. mínútu. Marcus Rashford jafnaði leikinn fyrir United á 32. mínútu. Á 69. mínútu kom Marquinhos PSG aftur yfir. Einni mínútu síðar fékk Fred, leikmaður United, sitt annað gula spjald og var rekinn af velli. Það var síðan Neymar sem innsiglaði 1-3 sigur PSG með marki í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Manchester United er eftir leikinn í 1.sæti riðilsins með 9 stig, PSG er í 2.sæti riðilsins einnig með 9 stig. Það er því spennandi lokaumerð framundan í riðlinum.

Borussia Dormund og Lazio gerðu 1-1 jafntefli í F-riðli. Raphael Guerreiro kom Dortmund yfir með marki á 44. mínútu. Það var síðan Ciro Immobile sem jafnaði leikinn fyrir Lazio með marki úr vítaspyrnu og tryggði Lazio 1 stig. Dortmund er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 10 stig, Lazio er í 2. sæti með 9 stig.

Í hinum leik F-riðils vann Club Brugge öruggan 3-0 sigur á Zenit frá Pétursborg. Sigurinn reynist Club Brugge mikilvægur, liðið á enn séns á sæti í 16- liða úrslitum fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og hefur að minnsta kosti tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Zenit er í 4. sæti riðilsins með 1 stig og hefur að engu að keppa.

Í G-riðli vann Barcelona 0-3 öruggan sigur á ungverska liðinu Ferencvaros. Mörk frá Griezmann, Braithwaite og Dembele tryggðu Barcelona þrjú stig en liðið var búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn.

Svipaða sögu er að segja frá 3-0 sigri Juventus á Dynamo Kyiv. Mörk frá Federico Chiesa, Cristiano Ronaldo og Alvaro Morata tryggðu Juventus stigin þrjú. Juventus var einnig búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn.

 

E-riðill
Sevilla 0 – 4 Chelsea 
0-1 Olivier Giroud (‘8)
0-2 Olivier Giroud (’54)
0-3 Olivier Giroud (’74)
0-4 Olivier Giroud (’83, víti)

F-riðill
Borussia Dortmund 1 – 1 Lazio 
1-0 Raphael Guerreiro (’44)
1-1 Ciro Immobile (’67, víti)

Club Brugge 3 – 0 Zenit
1-0 Charles De Ketelaere (’33)
2-0 Hans Vanaken (’58, víti)
3-0 Noa Lang (’73)

G-riðill
Ferencvaros 0 – 3 Barcelona 
0-1 Antoine Griezmann (’14)
0-2 Marin Braithwaite (’21)
0-3 Ousmane Dembele (’28, víti)

Juventus 3 – 0 Dynamo Kyiv
1-0 Federico Chiesa (’21)
2-0 Cristiano Ronaldo (’57)
3-0 Alvaro Morata (’66)

H-riðill
Manchester United 1 – 3 Paris Saint-Germain 
0-1 Neymar (‘6)
1-1 Marcus Rashford (’32)
1-2 Marquinhos (’69)
1-3 Neymar (’90+1)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjö félög vilja Lingard í janúar – Solskjær vill helst halda honum

Sjö félög vilja Lingard í janúar – Solskjær vill helst halda honum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lukaku aftur til Manchester en nú til City? – Chelsea leggur áherslu á Haaland

Lukaku aftur til Manchester en nú til City? – Chelsea leggur áherslu á Haaland
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Fyrsta rauða spjald Messi kom í gær – Sló andstæðing sinn

Sjáðu atvikið: Fyrsta rauða spjald Messi kom í gær – Sló andstæðing sinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hafnar því að hafa haldið framhjá Litlu bauninni

Hafnar því að hafa haldið framhjá Litlu bauninni
433Sport
Í gær

Jafnt hjá Liverpool og Manchester United – Manchester heldur sér á toppnum

Jafnt hjá Liverpool og Manchester United – Manchester heldur sér á toppnum
433Sport
Í gær

Roy Keane hefur gefið út hvaða lið hann studdi í æsku – Ekki Manchester United

Roy Keane hefur gefið út hvaða lið hann studdi í æsku – Ekki Manchester United
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Mancester United og Liverpool – Stærsti leikur ársins

Byrjunarlið Mancester United og Liverpool – Stærsti leikur ársins
433Sport
Í gær

Brendan Rodgers: „Við vorum það slappir að ég hélt við værum að halda tveggja metra reglu“

Brendan Rodgers: „Við vorum það slappir að ég hélt við værum að halda tveggja metra reglu“