fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Emil og Viðar Ari höfðu betur í Íslendingaslag – Lilleström í góðri stöðu

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 18:54

Emil og Viðar Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir Íslendingar hafa lokið leik í Noregi í dag. Axel Andrésson spilaði er Viking vann 2-0 sigur á Brann. Emil og Viðar Ari, leikmenn Sandefjord höfðu þá betur gegn Davíð Kristjáni í Íslendingaslag.

Norska úrvalsdeildin

Axel Andrésson, leikmaður Viking var í byrjunarliði liðsins og spilaði allan leikinn í 2-0 sigri á Brann. Jón Guðni Fjóluson var ekki í leikmannahópi Brann. Viking er í 7. sæti deildarinnar eftir 27. umferðir. Brann er í 10. sæti.

Það var Íslendingaslagur er Álasund tók á móti Sandefjord. Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Álasunds. Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson voru báðir í byrjunarliði Sandefjord sem vann 0-1 sigur. Sigurinn er mikilvægur fyrir Sandefjord þar sem liðið kemur sér fjær fallsvæðinu, liðið situr í 11. sæti deildarinnar en Álasund er í 16. og neðsta sæti.

Þá var nýkrýndi Noregsmeistarinn, Alfons Sampsted, í byrjunarliði Bodö/Glimt sem gerði 1-1 jafntefli við lærisveina Jóhannesar Þórs Harðarsonar í Start. Bodö/Glimt er búið að tryggja sér 1. sæti deildarinnar en Start er í 13.sæti.

Norska 1. deildin

Tryggvi Hrafn Haraldsson var í byrjunarliði Lilleström sem vann 2-0 sigur á KFUM. Björn Bergmann Sigurðarsson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu í liði Lilleström. Liðið situr í 2. sæti deildarinnar eftir 28. umferðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag vill fá stuðning frá Ratcliffe – Tilbúinn að stíga til hliðar

Ten Hag vill fá stuðning frá Ratcliffe – Tilbúinn að stíga til hliðar
433Sport
Í gær

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“