fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Stjórnin ber fullt traust til Borghildar – „Beri á engan hátt ábyrgð á hegðun Jóns Þórs“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 10:38

Mynd/Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var rætt um stöðu A-landsliðs kvenna og þá staðreynd að Jón Þór Hauksson hafi sagt starfi sínu lausu. Uppsögn Jóns kom í kjölfarið á hegðun hans í Ungverjalandi, þar fagnaði liðið farmiða sínum á næsta Evrópumót.

Stjórn KSÍ hafði fundað í sömu viku og atvikið kom upp en þar var það ekki rætt. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður sambandsins sat þann fund eftir að hafa verið með í ferðinni. Borið hefur á gagnrýni í garð Borghildar og hún sögð bera einhverja ábyrgð í málinu, því hafnar stjórn KSÍ.

~Guðni Bergsson formaður KSÍ opnaði umræðu um A landslið kvenna. Stjórn KSÍ fagnar þeim góða árangri A landsliðs kvenna að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2022, fjórðu úrslitakeppnina í röð. Sá árangur má ekki falla í skuggann af framkomu fráfarandi landsliðsþjálfara eftir síðasta leik liðsins sem hefur axlað ábyrgð og látið af störfum,“ segir í fundargerð sambandsins eftir stjórnarfundinn.

„Við tekur leit að nýjum landsliðsþjálfara,“ segir einnig en óvíst er hver tekur við, Þorsteinn Halldórsson er mest orðaður við starfið.

Stjórnin styður svo einhuga við Borghildi og segir hana og annað starfsfólk KSÍ ekki bera neina ábyrgð.

„Eftir greinargóða yfirferð á málinu er stjórn einhuga og sammála um að varaformaður sambandsins, Borghildur Sigurðardóttir sem og starfsmenn A landsliðs kvenna, hafi sinnt starfi sínu í ferðinni og eftir hana af fagmennsku og beri á engan hátt ábyrgð á hegðun þjálfarans. Jafnframt var rætt um upplýsingagjöf innan stjórnar og hvaða lærdóm KSÍ megi draga af málinu til að efla traust til framtíðar í anda gilda KSÍ sem eru virðing, samstaða, gleði og framsækni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pogba hatar að vera á bekknum hjá United – „Ég er sigurvegari“

Pogba hatar að vera á bekknum hjá United – „Ég er sigurvegari“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr fangelsi í tónlistina – Ronaldinho í faðmi léttklæddra kvenna vekur athygli

Úr fangelsi í tónlistina – Ronaldinho í faðmi léttklæddra kvenna vekur athygli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tekjurnar miklu minni vegna veirunnar – Þessi félög töpuðu mest

Tekjurnar miklu minni vegna veirunnar – Þessi félög töpuðu mest
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir skilnað – Myndband af honum nöktum með ungri konu í umferð

Staðfestir skilnað – Myndband af honum nöktum með ungri konu í umferð
433Sport
Í gær

Stjórnmálamaður hjólar í heilalausa knattspyrnumenn – „Þetta er mjög slæmt“

Stjórnmálamaður hjólar í heilalausa knattspyrnumenn – „Þetta er mjög slæmt“
433Sport
Í gær

Jón Guðni Fjóluson hefur náð samkomulagi við Hammarby

Jón Guðni Fjóluson hefur náð samkomulagi við Hammarby