fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Zlatan hugsar ekkert um endalok síns ferils

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 11. desember 2020 19:12

Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 39 ára gamli, Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, er ekkert að hugsa um að leggja knattspyrnuskóna á hilluna í bráð.

Zlatan glímdi við Covid-19 veiruna fyrir nokkrum mánuðum en hefur engan bilbug látið á sér finna eftir að hafa snúið aftur á knattspyrnuvöllinn. Framherjinn knái er kominn með 10 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í 8 leikjum og er markahæsti leikmaður deildarinnar.

„Ég held áfram að spila þangað til ég get ekki gert þessa hluti sem ég er að gera núna. Ég verð bara að halda mér í góðu líkamlegu formi og allt hitt mun leysast af sjálfu sér,“ sagði Ibrahimovic í viðtali við BBC Sport.

Það hefur gengið vel hjá AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í 1. sæti deildarinnar og á enn eftir að tapa deildarleik.

„Okkur gengur frábærlega, við erum að standa okkur vel. Við erum samt ekki búnir að vinna neitt enn þá,“ sagði Zlatan um gengi AC Milan á leiktíðinni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Zlatan spilar með AC Milan. Hann var á mála hjá félaginu á árunum 2010-2012.

„Þegar að ég var hérna í fyrra skiptið þá kom ég til félags sem var að berjast um titla. Þegar að ég kom núna í seinna skiptið var ég fenginn til þess að koma félaginu aftur á toppinn,“ sagði Zlatan.

Margir héldu að knattspyrnuferli Zlatan væri lokið þegar hann meiddist illa á hné þegar hann lék með Manchester United.

„Eftir að ég meiddist þá sagði ég við sjálfan mig að ég myndi spila knattspyrnu svo lengi sem ég gæti. Á þessu gæðastigi knattspyrnunnar þá snýst þetta allt um frammistöðu, ef þú skilar góðri frammistöðu og góðum úrslitum þá hefurðu enn þá getuna til þess að spila á því gæðastigi,“ sagði Zlatan í viðtali við BBC Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð