Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Einn besti leikmaður Íslands sagður skoða að koma heim – Risarnir í Reykjavík berjast

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. desember 2020 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson einn besti landsliðsmaður Íslands á síðasta ári gæti verið að koma heim í efstu deild. Frá þessu var sagt í Dr. Football í dag.

Guðlaugur Victor er 29 ára gamall en hann leikur með Darmstad í Þýskalandi, ástæður þess að Guðlaugur skoðar heimkomu er persónulegs eðlis.

„Einn besti leikmaður Íslands, ég trúði þessu ekki fyrst. Svo fór skýrslan að taka á sig mynd, það er fjögurra ára samningur sem gæti orðið. Risarnir í Reykjavík eru að berjast um hann, KR leiðir kapphlaupið á móti Val,“ sagði Kristján Óli í þætti dagsins.

Hjörvar Hafliðason sagði málin persónuleg. „Það eru persónuleg mál að hann vill mögulega koma heim, ég tel mig þekkja Gulla aðeins að hann finni lausn til að vera áfram úti.“

Samkvæmt heimildum 433.is hafa lið í Þýskalandi sem teljast stærri en Darmstad haft áhuga á Guðlaugi Victori.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Evrópudeildin: Manchester United áfram í 16-liða úrslit – Leicester úr leik eftir óvænt tap

Evrópudeildin: Manchester United áfram í 16-liða úrslit – Leicester úr leik eftir óvænt tap
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heiðar Helguson til Kórdrengja

Heiðar Helguson til Kórdrengja
433Sport
Í gær

Sérhannaðir skór með Skósveinum vekja mikla athygli

Sérhannaðir skór með Skósveinum vekja mikla athygli
433Sport
Í gær

Mun mokgræða eftir að hafa hjálpað fátækum síðustu mánuði

Mun mokgræða eftir að hafa hjálpað fátækum síðustu mánuði