fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Sara Björk eftir að Ísland komst á EM: „Ég er að missa af partýi til að tala við ykkur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 21:27

Sara Björk missir úr hluta af undankeppninni vegna barneigna. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er geggjuð tilfinning, búið að taka sinn tíma. Eftir leikinn í dag hefði verið skemmtilegt að fagna, við þurftum að bíða í einhvern tíma. Það var smá stress í gangi, það er geðveik tilfinning að vera búin að klára þetta og tryggja sig inn á EM,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands á fréttamannafundi við íslenska fjölmiðla eftir að ljóst var að íslenska liðið væri komið inn á næsta Evrópumót.

Íslenska liðið vann sigur á Ungverjalandi fyrr í dag en þurfti að bíða eftir úrslitum í kvöld til að vita niðurstöðuna. Evrópumótið fer ekki fram fyrr en árið 20202 vegna COVID-19,

„Þetta verður löng bið, þetta eru aðstæðurnar. Við tökum þeim, við erum búnar að tryggja okkur þrisvar áður. Við viljum virkilega ná einhverju almennilegum árangri  og gera eitthvað á EM.“

Sara telur að liðið nú sé klárt í slaginn en undirbúningurinn fyrir mótið verður langur, mótið átti að fara fram á næsta ári en eins og fyrr segir hefur COVID-19 haft áhrif á það.

„Við erum með ótrúlega sterkan hóp í þessari undankeppni, við vorum vel undirbúnar fyrir 2017 en mér fannst við ekki eiga gott mót. Mér fannst við ekki sýna hvað í okkur býr, nú er tækifæri til þess. Hópurinn er búinn að styrkjast, það eru sterkir leikmenn búnir að koma inn í þetta. Það er langur undirbúningur fyrir þetta mót.“

Þegar rætt var við Söru mátti heyra aðra leikmenn syngja og tralla á bak við hana. „Ég er að missa af partýi til að tala við ykkur, það er tilefni til þess að fagna. Það er gleðskapur hérna fyrir utan.“

Mótið fer fram á Englandi og er Sara Björk spennt fyrir því. „Það er ágætis tilhugsun, ég held að þetta verði geggjað mót. Geggjaðir leikvangar, fyrir okkur og fyrir þjóðina er mikil spenna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Garnacho tekinn á teppið af Ten Hag og búið að leysa málið

Garnacho tekinn á teppið af Ten Hag og búið að leysa málið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Víking

Mikil gleðitíðindi fyrir Víking
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli Mourinho um hetju helgarinnar eldast ansi vel

Ummæli Mourinho um hetju helgarinnar eldast ansi vel
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ný rútína hjá Grealish – Opinberar hvað hann gerir nú öll kvöld

Ný rútína hjá Grealish – Opinberar hvað hann gerir nú öll kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vill sjá Klopp reyna þetta á fimmtudag

Vill sjá Klopp reyna þetta á fimmtudag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ætla að feta í fótspor föður síns – Yngri strákurinn vakti gríðarlega athygli um helgina

Ætla að feta í fótspor föður síns – Yngri strákurinn vakti gríðarlega athygli um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum – Sjáðu hvað Britney Spears birti í nýjustu færslu sinni

Fólk trúir ekki eigin augum – Sjáðu hvað Britney Spears birti í nýjustu færslu sinni