fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Nýjar upplýsingar um andlát Maradona: Hjúkrunarkonan laug – Blandaði saman áfengi og pillum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 10:31

Leopoldo Luque og Maradona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar í Argentínu fjalla mikið um andlát Diego Maradona og hvernig það bar að garði en þessi knattspyrnuhetja lést í síðustu viku. Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu. Fyrir þremur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Lögreglan rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en dætur Maradona halda því fram að hann hafi ekki fengið eðlilega lyfjagjöf eftir aðgerðina á heila. Í nýjustu fréttum í Argentínu kemur fram að Maradona hafi skollið harkalega á haus sinn viku eftir aðgerðina, ekkert var gert í málinu og telja aðstandendur hans það óeðilegt.

Maradona var með læknateymi og virðist það ekki hafa sinnt kappanum eins og best verður á kosið, þannig segir að enginn hafi athugað með heilsu Maradona í þrjá daga eftir höfuðhöggið. „Maradona gat ekkert ákveðið sjálfur,“ segir Rodolfo Baquè saksóknari í málinu.

Þá hefur komið í ljós að hjúkrunarkona sem átti að líta eftir Maradona laug til um hvað gerðist á miðvikudag í síðustu viku þegar hann lét lífið. Hún hafði haldið fram að Maradona hefði komið fram úr rúmi sínu til að borða morgunmat. Nú hefur komið í ljós að svo var ekki.

Maradona fékk samloku á þriðjudagskvöld sem hann opnaði ekki og hjúkrunarkonan sem átti að vera á næturvakt sagði að hann hefði andað eðlilega klukkan 06:30 að morgni miðvikudags og að hann hafi verið vakandi 9:20 um morguninn. Nú hefur komið í ljós að hjúkrunarkonan fór aldrei inn í herbergi Maradona til að athuga með ástand hans.

Ekki hefur komið fram hvers vegna konan ákvað að ljúga en Maradona fannst látinn á hádegi á heimili sínu eftir að hafa fengið hjartaáfall í svefni.

Læknir Maradona rannsakaður:

Leopoldo Luque, læknir Diego Maradona, hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn sem nú er farin af stað vegna andláts Maradona. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Leopoldo um helgina. Farið var í húsleitirnar eftir að dætur Maradona kröfðust þess að fá að vita hvaða lyfjum föður þeirra hafði verið ávísað. 30 lögreglumenn tóku þátt í húsleitinni þar sem lagt var upp með að komast yfir sjúkraskýrslur Maradona.

Leopoldo Luque hefur starfað sem einkalæknir hans en ekki er langt síðan Maradona gekkst undir aðgerð vegna heilablóðfalls. Luque er nú grunaður um vanrækslu í starfi og manndráp af gáleysi. Læknirinn kveðst hins vegar saklaus. „Ég gerði alltaf mitt besta fyrir vin minn,“ sagði Luque eftir að lögreglan hafði leitað á heimili hans.

„Ég var í áfalli þegar lögreglan kom heim til mín, ég mun aðstoða þá eins og ég get. Ég veit hvað ég gerði, ég gerði allt fyrir Diego fram á síðustu stundu. Ég gerði mitt besta.“

Læknirinn segir að undir það síðasta hafi fíkn Maradona verið að gera vart við sig aftur, hann hafi verið byrjaður að drekka ansi mikið af áfengi og taka pillur ofan í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo í algjörum sérflokki – Sjáðu hvað hann þénar á ári

Ronaldo í algjörum sérflokki – Sjáðu hvað hann þénar á ári
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rooney leggur skóna á hilluna og tekur starfið – Magnaður ferill á enda

Rooney leggur skóna á hilluna og tekur starfið – Magnaður ferill á enda
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher segir alla pressuna vera á Liverpool um helgina

Carragher segir alla pressuna vera á Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal skoðar markvörð Barcelona til að fylla skarð Rúnars

Arsenal skoðar markvörð Barcelona til að fylla skarð Rúnars
433Sport
Í gær

Erfitt fyrir leikmenn að fagna ekki mörkum saman – „Reyndu að biðja stuðningsmann um að sitja í sófanum þegar liðið hans skorar“

Erfitt fyrir leikmenn að fagna ekki mörkum saman – „Reyndu að biðja stuðningsmann um að sitja í sófanum þegar liðið hans skorar“
433Sport
Í gær

Myndir af knattspyrnustjórum ensku úrvalsdeildarinnar vekja mikla athygli á Twitter

Myndir af knattspyrnustjórum ensku úrvalsdeildarinnar vekja mikla athygli á Twitter
433Sport
Í gær

Aron segir leikmenn Íslands hungraða í að komast á stórmót – „Vita að þetta gæti verið okkar síðasta tækifæri“

Aron segir leikmenn Íslands hungraða í að komast á stórmót – „Vita að þetta gæti verið okkar síðasta tækifæri“
433Sport
Í gær

Dómarar Ensku úrvalsdeildarinnar: „Við viljum 2 metra reglu“

Dómarar Ensku úrvalsdeildarinnar: „Við viljum 2 metra reglu“