fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Kolbeinn leitar að nýju félagi – Samkomulag um að rifta samningi hans í Svíþjóð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson mun yfirgefa herbúðir AIK eftir tímabilið í Svíþjóð. Frá þessu greinir Expressen þar í landi.

Þar segir að AIK og Kolbeinn hafi komist að samkomulagi um að rifta samningi íslenska framherjans sem átti að gilda út næstu leiktíð.

Ein umferð er eftir í sænsku úrvalsdeildinni en Kolbeinn lék tæpan hálftíma í tapi AIK gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni.

Kolbeinn mun því kveðja félagið eftir síðustu umferðina en hann er að ljúka sínu öðru tímabili hjá félaginu. Kolbeinn kom á frjálsri sölu frá Nantes og hefur ekki fundið sitt besta form í Svíþjóð.

Kolbeinn er þrítugur en hann er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Hann þarf nú að finna sér nýtt félag en hann hefur í atvinnumennsku verið á mála hjá AZ Alkmaar, Ajax, Nantes, Galatasaray og nú AIK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United
433Sport
Í gær

Var hlegið að honum þegar hann bað um ráð fyrir sjö árum – Fagnaði sigri á dögunum

Var hlegið að honum þegar hann bað um ráð fyrir sjö árum – Fagnaði sigri á dögunum
433Sport
Í gær

Tölfræði Liverpool með og án Van Dijk kemur verulega á óvart

Tölfræði Liverpool með og án Van Dijk kemur verulega á óvart