fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Sigmundur segist aldrei hafa heyrt um svona áður: „Er ekki fyrsti þjálfarinn sem landsliðskonur hafa komið frá“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 08:37

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„STOPP – leikmenn ráða ekki ferðinni!,“ það er svona sem Sigmundur Steinarsson fyrrum blaðamaður á Morgunblaðinu til fjölda ára hefur pistil sinn. Sigmundur stingur þar niður penna og fer yfir mál Jóns Þórs Haukssonar sem lét af störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í gær.

Komið hefur fram í hinum ýmsu fjölmiðlum að leikmenn liðsins íhugðu að hætta að gefa kost á sér ef Jón Þór færi ekki úr starfi, ástæðan var fögnuður liðsins sem fór úr böndunum í Ungverjalandi í síðustu viku. Liðið hafði þá tryggt sig inn á Evrópumótið.

„Þær landsliðskonur í knattspyrnu sem vildu að KSÍ segði Jóni Þór Haukssyni, landsliðsþjálfara, upp störfum eftir Pinatar Cup á Spáni í mars síðastliðinum, hafa fengið ósk sína uppfyllta. Þær voru ekki sáttar við leikstíl liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar og stjórnun hans, en Jón Þór er þekktur fyrir að koma til dyranna eins og hann er klæddur; koma hreint og beint fram við leikmenn sína; að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Ég hef aldrei áður heyrt, að leikmenn vilji breyta leikstíl landsliðs – leika eftir eigin höfði, en ekki þjálfarans. Það er þjálfari sem ákveður leikskipulag og velur leikmenn sem falla best inn í það, til að leika. Það er ekki hlutverk leikmanna að velja sig í landslið og haga sér inni á vellinum, hvað þeim hentar best.“

Sigmundur tekur það fram að hann hafi ekki hugmynd um hvað gekk á í Ungverjalandi en rifjar upp atvik þar sem þjálfari kvennalandsliðsins hefur átt í vök að verjast. „Ég veit ekkert hvað gerðist í Búdapest, þar sem fögnuður fyrir að hafa tryggt sér farseðilinn á EM í Englandi, fór úr öllum böndum; hjá þjálfara, landsliðskonum og starfsmönnum KSÍ, sem endaði með því að Jón Þór var látinn taka poka sinn.“

„Jón Þór er ekki fyrsti þjálfarinn sem landsliðskonur hafa komið frá. Þórður Lárusson fékk að kynnast því 2000. Margar landsliðskonur vildu koma Sigurði Ragnari Eyjólfssyni frá, en hann náði frábærum árangri með landsliðið; kom því á EM í Finnlandi 2009 og Svíþjóð 2013. Sigurður Ragnar hafði ákveðnar skoðanir, sem sumar landsliðskonur voru ekki sáttar við. Hann ákvað að hafna boði KSÍ um áframhaldandi samstarf í árslok 2015.“

Þórður þurfti að láta af störfum eftir deilur við leikmenn sína. „Þegar Þórður ákvað að láta af störfum eftir að hópur landsliðskvenna hafði tilkynnt að þær myndu ekki leika með landsliðinu undir stjórn hans, tók Logi Ólafsson við landsliðinu og sagði hann við mig í bókinni; Stelpurnar okkar: „Það var nokkuð einkennilegt að taka við landsliðinu eftir að stúlkurnar höfðu svælt Þórð út.“

Sigmundur vitnar svo í Loga og hefur eftir honum. „Ég ákvað strax að fitumæla stúlkurnar, hraðamældi og úthaldsmældi til að kanna ástand þeirra – áður en haldið yrði til Bandaríkjanna, til að leika tvo leiki. Ég sagði þeim að útkoman af mælingunum hafi ekki verið góð – ástand þeirra væri ekki nægilega gott. Það yrði að vera betra þegar við myndum koma saman eftir mánuð.
Jafnframt tilkynnti ég stúlkunum að það væri ég sem myndi ráða ferðinni, en ekki þær. Mér fannst vera illa vegið að Þórði og ekki fagleg nálgun leikmanna við þjálfara. Ég lét stúlkurnar heyra mína skoðun á málum strax – að ég ætlaðist til þess að þær legðu sig alla fram í verkefnið undir minni stjórn“.“

Segir vanda KSÍ mikinn:

Sigmundur segir að vandi KSÍ sé mikill og ritar um það. „Það er ljóst að vandi KSÍ er mikill. Það er skoðun margra að KSÍ verði að hreinsa algjörlega út, til að ná eðlilegu andrúmslofti í umhverfi kvennalandsliðsins. Allir þeir sem hafa komið nálægt landsliðinu undanfarin ár og þekkja persónulega til leikmanna, verða að víkja.“

Óvíst er hver tekur við starfinu en Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks er orðaður við starfið. „Nýr þjálfari verður að koma að hreinu borði, með sýnar hugmyndir. Hann verður að láta leikmenn vita strax, eins og Logi gerði, hver það er sem ræður ferðinni í sambandi við leikskipulag og val á leikmönnum. Skilaboðin eiga að vera skýr: STOPP – leikmenn ráða ekki ferðinni! Það er ég sem geri það.“

STOPP – leikmenn ráða ekki ferðinni!

Þær landsliðskonur í knattspyrnu sem vildu að KSÍ segði Jóni Þór Haukssyni,…

Posted by Sigmundur Steinarsson on Tuesday, 8 December 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Í gær

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Í gær

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða