Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

KSÍ sagt vilja fá Lagerback sem ráðgjafa – Rikki segir Arnar og Eið Smára efsta á lista

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 15:00

Eiður Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharð Óskar Guðnason fréttamaður á Stöð2 Sport segir KSÍ skoða það að fá Lars Lagerback sem ráðgjafa yfir báðum landsliðum. Hann segir hann ekki koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari karla.

Lagerback hefur verið orðaður við starfið eftir að hann var rekinn frá Noregi í síðustu viku.

„Ég er búinn að heyra, og ég vil meina að þetta sé fínasti heimildamaður sem gaukaði þessu að mér og er tengdur fótboltaheiminum, að Lars verði ekki landsliðsþjálfari. Það er verið að reyna að semja við Lars um að verða einhvers konar ráðgjafi, tæknilegur stjórnandi yfir báðum landsliðunum,“ sagði Rikki í hlaðvarpsþætti á Vísir.is í dag.

Ríkharð sagði Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen væru efstir á blaði KSÍ. Eiður framlengdi samning sinn við FH á dögunum um að þjálfa liðið en samkvæmt Rikka G er klásúla í samningi hans.

„Mennirnir sem eru sagðir á óskalista KSÍ eru Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen saman. Ég heyrði það að það væri einhvers konar klásúla í samningnum hjá Eiði við FH að hann geti hoppað í þetta verkefni ef það kemur upp.“

Arnar og Eiður Smári stýrðu U21 árs liðinu inn á stórmót á dögunum og virðast vera ofarlega á blaði stjórnar KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Einræði betra en eiginhagsmunir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heiðar Helguson til Kórdrengja

Heiðar Helguson til Kórdrengja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Evrópudeildin: Aubameyang tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum – Lærisveinar Gerrard áfram

Evrópudeildin: Aubameyang tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum – Lærisveinar Gerrard áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á
433Sport
Í gær

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Allra augu á Meistaradeild Evrópu en Nathan Ferguson á mark kvöldsins

Sjáðu markið: Allra augu á Meistaradeild Evrópu en Nathan Ferguson á mark kvöldsins
433Sport
Í gær

Yaya Sanogo mættur aftur til Englands – Fimm leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar hjá Arsenal

Yaya Sanogo mættur aftur til Englands – Fimm leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar hjá Arsenal