fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Leikmaður kvennaliðsins rekinn – Keyrði um með kampavínsflösku í hendi

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 5. desember 2020 14:45

Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Madelene Wright hefur verið rekin úr kvennaliði Charlton Athletic á Englandi eftir að myndbönd af henni vöktu athygli á ný. Í myndböndunum sést Madelene keyra um með kampavínsflösku í hendi. Þá sést hún einnig anda að sér gasi úr blöðru. Myndböndunum var upphaflega deilt á samfélagsmiðlinum Snapchat en DailyStar vakti athygli á myndböndunum í fyrra.

Nú virðist sem myndböndin ætli að draga dilk á eftir sér. Talsmaður Charlton staðfestir í samtali við The Sun að Madelene hafi verið rekin úr liðinu vegna myndbandanna sem tekin voru upp í fyrra. „Þegar við í félaginu sáum myndbandið vorum við fljót að rannsaka málið. Sem félag erum við vonsvikin með þessa hegðun, hún er ekki í samræmi við gildi félagsins,“ sagði talsmaður félagsins. „Félagið vill taka það skýrt fram að svona hegðun er óásættanleg. Heilsa leikmanna okkar er okkur mikilvæg og Madelene mun hafa aðgang að stuðningi frá okkur ef þess gerist þörf.

Joshua Harris, talsmaður góðgerðarfélags á Englandi sem berst fyrir öryggi í umferðinni, ræddi um málið við The Sun. „Akstur og áfengi fara einfaldlega ekki saman. Þegar þú ert að keyra bíl ertu við stjórn á einhverju sem getur verið banvænt vopn. Það krefst fullrar einbeitingar að gera það örugglega. Við hvetjum alla ökumenn til þess að blanda aldrei áfengi og akstri saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær