Föstudagur 05.mars 2021
433Sport

Emil og Viðar Ari höfðu betur í Íslendingaslag – Lilleström í góðri stöðu

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 18:54

Emil og Viðar Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir Íslendingar hafa lokið leik í Noregi í dag. Axel Andrésson spilaði er Viking vann 2-0 sigur á Brann. Emil og Viðar Ari, leikmenn Sandefjord höfðu þá betur gegn Davíð Kristjáni í Íslendingaslag.

Norska úrvalsdeildin

Axel Andrésson, leikmaður Viking var í byrjunarliði liðsins og spilaði allan leikinn í 2-0 sigri á Brann. Jón Guðni Fjóluson var ekki í leikmannahópi Brann. Viking er í 7. sæti deildarinnar eftir 27. umferðir. Brann er í 10. sæti.

Það var Íslendingaslagur er Álasund tók á móti Sandefjord. Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Álasunds. Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson voru báðir í byrjunarliði Sandefjord sem vann 0-1 sigur. Sigurinn er mikilvægur fyrir Sandefjord þar sem liðið kemur sér fjær fallsvæðinu, liðið situr í 11. sæti deildarinnar en Álasund er í 16. og neðsta sæti.

Þá var nýkrýndi Noregsmeistarinn, Alfons Sampsted, í byrjunarliði Bodö/Glimt sem gerði 1-1 jafntefli við lærisveina Jóhannesar Þórs Harðarsonar í Start. Bodö/Glimt er búið að tryggja sér 1. sæti deildarinnar en Start er í 13.sæti.

Norska 1. deildin

Tryggvi Hrafn Haraldsson var í byrjunarliði Lilleström sem vann 2-0 sigur á KFUM. Björn Bergmann Sigurðarsson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu í liði Lilleström. Liðið situr í 2. sæti deildarinnar eftir 28. umferðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Milljóna COVID ráðgjöf KSÍ vakti athygli – Guðni útskýrir hækkun á kostnaði við skrifstofuna

Milljóna COVID ráðgjöf KSÍ vakti athygli – Guðni útskýrir hækkun á kostnaði við skrifstofuna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tölfræðin um hörmungar Liverpool – Verri árangur en Moyes náði hjá United

Tölfræðin um hörmungar Liverpool – Verri árangur en Moyes náði hjá United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Karl framlengir samning sinn við Breiðablik

Viktor Karl framlengir samning sinn við Breiðablik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gylfi átti stoðsendingu í sigri Everton – Tottenham hafði betur gegn Fulham

Gylfi átti stoðsendingu í sigri Everton – Tottenham hafði betur gegn Fulham
433Sport
Í gær

Ólétt eiginkona og De Gea spilar líklega ekki fyrr en í apríl

Ólétt eiginkona og De Gea spilar líklega ekki fyrr en í apríl
433Sport
Í gær

Jóhann Berg heill heilsu á nýjan leik – Gæti komið við sögu gegn Arsenal

Jóhann Berg heill heilsu á nýjan leik – Gæti komið við sögu gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Persónuleg vandamál og óvíst hvenær De Gea snýr aftur

Persónuleg vandamál og óvíst hvenær De Gea snýr aftur
433Sport
Í gær

Ótrúlegar launatölur – 17 þéna yfir 17 milljónir á viku

Ótrúlegar launatölur – 17 þéna yfir 17 milljónir á viku