fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
433Sport

Óli Jó hættur hjá Stjörnunni – Bað um að láta af störfum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 10:43

©AntonBrink © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Ólafur Jóhannesson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur hætti þjálfun liðsins.

Ólafur sem er einn sigursælasti þjálfari landsins starfaði á síðastliðnu tímabil við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar en hverfur nú á braut að eigin ósk.

„Það hefur verið heiður að starfa með Óla í kringum liðið, hann er hreinn og beinn í sínum samskiptum og kom inn með kraft og nýja sýn inní starfið hjá okkur og skilur mikið eftir sem við sannarlega ætlum að byggja ofaná. Þrátt fyrir að tímabilið hafi verið sérstakt fyrir margra hluta sakir stendur nú samt uppúr góður árangur sem náðist undir stjórn þeirra Óla og Rúnars, þvert á allar spár” segir Helgi Hrannarr, formaður m.fl ráðs um málið við heimasíðu Stjörnunnar.

„Ég vil nota tækifærið og þakka Óla fyrir samstarfið, ég lærði mikið af honum þennan tíma enda maðurinn hokinn af reynslu. Ég naut tímans þrátt fyrir þær erfiðu áskoranir sem sl tímabil var og það var umfram allt fagmennska sem einkenndi hans vinnubrögð, ásamt skemmtilegu andrúmslofti. Ég óska honum góðs gengis og hlakka til að sjá hann á vellinum” segir Rúnar Páll.

Ólafur kveður Stjörnunnar sáttur með söknuði „Það hefur verið heiður að starfa fyrir félagið, hér er gott og metnaðarfullt umhverfi og frábært fólk allt í kringum félagið. Þetta hefur verið langt og skrítið tímabil og nú er komið að kærkomnu fríi” Ég kveð félagið sáttur og með söknuði” er haft eftir Ólafi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mike segir Víkinga eiga besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar – ,,Var ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil“

Mike segir Víkinga eiga besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar – ,,Var ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu svakalegt mark Rúnars í Meistaradeildinni í gær

Sjáðu svakalegt mark Rúnars í Meistaradeildinni í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“
433Sport
Í gær

Sjáðu stórkostlegt mark Andreas Pereira í kvöld – Líkt við Scholes

Sjáðu stórkostlegt mark Andreas Pereira í kvöld – Líkt við Scholes
433Sport
Í gær

Midtjylland hafði betur gegn Celtic – Tvö önnur Íslendingalið áfram

Midtjylland hafði betur gegn Celtic – Tvö önnur Íslendingalið áfram
433Sport
Í gær

Telur að Varane geti átt erfitt í ensku deildinni – „Hann er vanur að spila 8 erfiða leiki á tímabili”

Telur að Varane geti átt erfitt í ensku deildinni – „Hann er vanur að spila 8 erfiða leiki á tímabili”
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Chelsea vilja að Drinkwater fái tækifæri á tímabilinu

Stuðningsmenn Chelsea vilja að Drinkwater fái tækifæri á tímabilinu