fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Óli Jó hættur hjá Stjörnunni – Bað um að láta af störfum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 10:43

©AntonBrink © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Ólafur Jóhannesson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur hætti þjálfun liðsins.

Ólafur sem er einn sigursælasti þjálfari landsins starfaði á síðastliðnu tímabil við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar en hverfur nú á braut að eigin ósk.

„Það hefur verið heiður að starfa með Óla í kringum liðið, hann er hreinn og beinn í sínum samskiptum og kom inn með kraft og nýja sýn inní starfið hjá okkur og skilur mikið eftir sem við sannarlega ætlum að byggja ofaná. Þrátt fyrir að tímabilið hafi verið sérstakt fyrir margra hluta sakir stendur nú samt uppúr góður árangur sem náðist undir stjórn þeirra Óla og Rúnars, þvert á allar spár” segir Helgi Hrannarr, formaður m.fl ráðs um málið við heimasíðu Stjörnunnar.

„Ég vil nota tækifærið og þakka Óla fyrir samstarfið, ég lærði mikið af honum þennan tíma enda maðurinn hokinn af reynslu. Ég naut tímans þrátt fyrir þær erfiðu áskoranir sem sl tímabil var og það var umfram allt fagmennska sem einkenndi hans vinnubrögð, ásamt skemmtilegu andrúmslofti. Ég óska honum góðs gengis og hlakka til að sjá hann á vellinum” segir Rúnar Páll.

Ólafur kveður Stjörnunnar sáttur með söknuði „Það hefur verið heiður að starfa fyrir félagið, hér er gott og metnaðarfullt umhverfi og frábært fólk allt í kringum félagið. Þetta hefur verið langt og skrítið tímabil og nú er komið að kærkomnu fríi” Ég kveð félagið sáttur og með söknuði” er haft eftir Ólafi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Heitar umræður Í Svíþjóð eftir fréttir um skyndilegt brotthvarf Kolbeins – „Sorglegt“

Heitar umræður Í Svíþjóð eftir fréttir um skyndilegt brotthvarf Kolbeins – „Sorglegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar – Porto einnig öruggir áfram

Liverpool komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar – Porto einnig öruggir áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sá fjórði frá Barcelona til Everton?

Sá fjórði frá Barcelona til Everton?
433Sport
Í gær

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Í gær

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“