fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Óli Jó hættur hjá Stjörnunni – Bað um að láta af störfum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 10:43

Ólafur Jóhannesson. ©AntonBrink © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Ólafur Jóhannesson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur hætti þjálfun liðsins.

Ólafur sem er einn sigursælasti þjálfari landsins starfaði á síðastliðnu tímabil við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar en hverfur nú á braut að eigin ósk.

„Það hefur verið heiður að starfa með Óla í kringum liðið, hann er hreinn og beinn í sínum samskiptum og kom inn með kraft og nýja sýn inní starfið hjá okkur og skilur mikið eftir sem við sannarlega ætlum að byggja ofaná. Þrátt fyrir að tímabilið hafi verið sérstakt fyrir margra hluta sakir stendur nú samt uppúr góður árangur sem náðist undir stjórn þeirra Óla og Rúnars, þvert á allar spár” segir Helgi Hrannarr, formaður m.fl ráðs um málið við heimasíðu Stjörnunnar.

„Ég vil nota tækifærið og þakka Óla fyrir samstarfið, ég lærði mikið af honum þennan tíma enda maðurinn hokinn af reynslu. Ég naut tímans þrátt fyrir þær erfiðu áskoranir sem sl tímabil var og það var umfram allt fagmennska sem einkenndi hans vinnubrögð, ásamt skemmtilegu andrúmslofti. Ég óska honum góðs gengis og hlakka til að sjá hann á vellinum” segir Rúnar Páll.

Ólafur kveður Stjörnunnar sáttur með söknuði „Það hefur verið heiður að starfa fyrir félagið, hér er gott og metnaðarfullt umhverfi og frábært fólk allt í kringum félagið. Þetta hefur verið langt og skrítið tímabil og nú er komið að kærkomnu fríi” Ég kveð félagið sáttur og með söknuði” er haft eftir Ólafi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Í gær

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Í gær

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti