Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Þurfti að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg – „Ég komst í uppnám við að sjá þetta gerast“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 20:41

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Mason, fyrrverandi leikmaður Hull og Tottenham, skilur ekki afhverju David Luiz, leikmanni Arsenal, var leyft að halda áfram að spila eftir að hann hlaut höfuðhögg í leik liðsins í gær. Mason þurfti sjálfur að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg árið 2018.

„Ég komst í uppnám við að sjá þetta gerast enn og aftur á knattspyrnuvelli. Mér finnst það synd að saga mín skyldi ekki opna augu fólks og verða valdur að því að einstaklingar myndu átta sig á alvarleika höfuðhöggs í knattspyrnuleik,“ sagði Mason í viðtali við TalkSport.

Mason, kenndi þó ekki læknateymi Arsenal um það að Luiz héldi áfram að spila.

„Ég er ekki að gagnrýna læknateymi Arsenal vegna þess að þeir fara eftir ákveðnum verkferlum (e.protocol) og ég er viss um að þeir hafi fylgt þeim. En verkferlarnir sem eru nú í gildi gera ekki nógu mikið,“ sagði  Ryan Mason.

David Luiz og Raul Jimenez, leikmaður Wolves, skullu saman með þeim afleiðingum að Jimenez var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Seinna kom í ljós að hann höfuðkúpubrotnaði við höggið.

„Stundum þarftu að leggja verkferlana til hliðar og fara skynsömu leiðina. Það þarf að breyta þessum verkferlum,“ sagði Ryan Mason.

Atvikið átti sér stað á 5. mínútu leiksins. David Luiz hélt áfram að spila en var tekinn af velli í hálfleik þar sem hann sagðist ekki geta skallað boltann almennilega.

Ryan Mason vill að teknar verði í notkun svokallaðar heilahristings skiptingar, með þeim yrði leikmanni skipt tímabundið af velli þar sem hann myndi undirgangast próf sem myndu skera úr um það hvort leikmaðurinn hafi hlotið heilahristing.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Einræði betra en eiginhagsmunir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heiðar Helguson til Kórdrengja

Heiðar Helguson til Kórdrengja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Evrópudeildin: Aubameyang tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum – Lærisveinar Gerrard áfram

Evrópudeildin: Aubameyang tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum – Lærisveinar Gerrard áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á
433Sport
Í gær

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Allra augu á Meistaradeild Evrópu en Nathan Ferguson á mark kvöldsins

Sjáðu markið: Allra augu á Meistaradeild Evrópu en Nathan Ferguson á mark kvöldsins
433Sport
Í gær

Yaya Sanogo mættur aftur til Englands – Fimm leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar hjá Arsenal

Yaya Sanogo mættur aftur til Englands – Fimm leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar hjá Arsenal