fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
433Sport

Þurfti að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg – „Ég komst í uppnám við að sjá þetta gerast“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 20:41

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Mason, fyrrverandi leikmaður Hull og Tottenham, skilur ekki afhverju David Luiz, leikmanni Arsenal, var leyft að halda áfram að spila eftir að hann hlaut höfuðhögg í leik liðsins í gær. Mason þurfti sjálfur að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg árið 2018.

„Ég komst í uppnám við að sjá þetta gerast enn og aftur á knattspyrnuvelli. Mér finnst það synd að saga mín skyldi ekki opna augu fólks og verða valdur að því að einstaklingar myndu átta sig á alvarleika höfuðhöggs í knattspyrnuleik,“ sagði Mason í viðtali við TalkSport.

Mason, kenndi þó ekki læknateymi Arsenal um það að Luiz héldi áfram að spila.

„Ég er ekki að gagnrýna læknateymi Arsenal vegna þess að þeir fara eftir ákveðnum verkferlum (e.protocol) og ég er viss um að þeir hafi fylgt þeim. En verkferlarnir sem eru nú í gildi gera ekki nógu mikið,“ sagði  Ryan Mason.

David Luiz og Raul Jimenez, leikmaður Wolves, skullu saman með þeim afleiðingum að Jimenez var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Seinna kom í ljós að hann höfuðkúpubrotnaði við höggið.

„Stundum þarftu að leggja verkferlana til hliðar og fara skynsömu leiðina. Það þarf að breyta þessum verkferlum,“ sagði Ryan Mason.

Atvikið átti sér stað á 5. mínútu leiksins. David Luiz hélt áfram að spila en var tekinn af velli í hálfleik þar sem hann sagðist ekki geta skallað boltann almennilega.

Ryan Mason vill að teknar verði í notkun svokallaðar heilahristings skiptingar, með þeim yrði leikmanni skipt tímabundið af velli þar sem hann myndi undirgangast próf sem myndu skera úr um það hvort leikmaðurinn hafi hlotið heilahristing.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lið helgarinnar í enska – Fjórir koma frá Liverpool

Lið helgarinnar í enska – Fjórir koma frá Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu atvikið – Óttast að Neymar sé alvarlega meiddur

Sjáðu atvikið – Óttast að Neymar sé alvarlega meiddur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu atvikið – Káfaði á rassi fréttakonu í beinni útsendingu

Sjáðu atvikið – Káfaði á rassi fréttakonu í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allir voru að deyja úr kulda en stjóri Jóhanns lét það ekki á sig fá

Allir voru að deyja úr kulda en stjóri Jóhanns lét það ekki á sig fá
433Sport
Í gær

Sjáðu rosalegt rifrildi í beinni útsendingu – Tókust harkalega á um Ronaldo

Sjáðu rosalegt rifrildi í beinni útsendingu – Tókust harkalega á um Ronaldo
433Sport
Í gær

Eiður Smári um sinn gamla yfirmann – „Það varð honum kannski að falli“

Eiður Smári um sinn gamla yfirmann – „Það varð honum kannski að falli“
433Sport
Í gær

Gifta stjarnan viðurkennir loks að hafa átt samband með konunni sem segir hann eiga barn sitt – Hefur ekki fengið krónu frá honum í uppeldinu

Gifta stjarnan viðurkennir loks að hafa átt samband með konunni sem segir hann eiga barn sitt – Hefur ekki fengið krónu frá honum í uppeldinu
433Sport
Í gær

La Liga: Auðvelt hjá Spánarmeisturunum

La Liga: Auðvelt hjá Spánarmeisturunum