fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Sjáðu þegar Kjartan Henry hefndi sín á gömlum félögum um helgina – Fallegt mark

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 12:33

Kjartan Henry Finnbogason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður AC Horsens, var í byrjunarliði og skoraði annað mark liðsins í 3-1 sigri gegn sínu fyrrum félagi, Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Ágúst Hlynsson, kom inn á sem varamaður fyrir Kjartan á 87. mínútu. Louka Prip, kom Horsens yfir með marki úr vítaspyrnu á 8. mínútu.

Á 41. mínútu var röðin komin að Kjartani Henry er hann tvöfaldaði forystu Horsens. Markið var dæmt gilt eftir að VAR hafði skoðað málið.

Á 49. mínútu skoraði síðan Jannik Pohl sitt annað mark í leiknum með marki úr vítaspyrnu. Wahid Faghir minnkaði muninn fyrir Vejle með marki á 92. mínútu leiksins en nær komst Vejle ekki.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í sigri Horsens sem hefur líklegast reynst Kjartani Henry afar sætur. Hann gekk til liðs við Horsens frá Vejle í október eftir að hafa fengið lítinn spilatíma hjá síðarnefnda félaginu.

Markið hjá Kjartani ásamt öðrum mörkum úr leiknum má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United
433Sport
Í gær

Carragher segir alla pressuna vera á Liverpool um helgina

Carragher segir alla pressuna vera á Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Arsenal skoðar markvörð Barcelona til að fylla skarð Rúnars

Arsenal skoðar markvörð Barcelona til að fylla skarð Rúnars