fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Höfuðkúpa Jimenez brotnaði við höggið í gær – Er á batavegi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 09:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raul Jimenez framherji Wolves gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í London í gær. Hann höfuðkúpubrotnaði í leik liðsins gegn Arsenal í gær.

Leikur Arsenal og Wolves var stöðvaður í um það bil tíu mínútur eftir að höfuð David Luiz, leikmanns Arsenal og Raul Jimenez, leikmanns Wolves skullu saman þegar um fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Heyra mátti í sjónvarpi þegar hausar þeirra skullu saman. Raúl Jimenez var að horfa á flug boltans eftir hornspyrnu Willian og David Luiz var að hlaupa í áttina að boltanum þegar þeir skullu saman af fullum krafti.

Jimenez var fluttur af velli á sjúkrabörum og beint á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Raul líður vel eftir aðgerð í gær, hann hefur hitt unnustu sína og hvílir sig núna. Hann verður undir eftirliti næstu daga,“ sagði í yfirlýsingu Wolves.

Atvikið vakti óhug hjá mörgun enda var Jimenez alveg rotaður eftir höggið. Hann komst hins vegar fljótt til meðvitundar og virðist á góðri bataleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu