fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
433Sport

Heiðar Helguson minnist Paba Bouba Diop: „Ljúfasta manneskja sem eg hef kynnst“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 13:30

Heiðar og Paba Bouba í harðri baráttu Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Papa Bouba Diop, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Portsmouth, Fulham og West Ham United, er látin, 42 ára að aldri eftir langvinn veikindi. Greint var frá andláti hans í gær.

Diop á að baki 129 leiki í ensku úrvalsdeildinni, hann skoraði 8 mörk í þeim leikjum og gaf 5 stoðsendingar.

Bestu ár Bouba Diop á Englandi voru hjá Fulham en þar lék hann frá 2004 til 2007. Heiðar Helguson lék með þessum öfluga miðjumanni hjá Fulham þar sem þeir áttu góðu gengi að fagna.

Heiðar minnist félaga síns í færslu á Faceobok. „Papa Bouba hefur kvatt okkur. Þvílik synd. Algjör snillingur og ljúfasta manneskja sem eg hef kynnst. Hans verður pottþétt saknað sárt af mörgum,“ skrifar þessi fyrrum íslenski landsliðsmaður á Faceobok og birtir mynd af þeim að fagna í búningi Fulham.

Diop var einna þekktastur fyrir sigurmarkið sem hann skoraði fyrir landslið Senegal í opnunarleik Heimsmeistaramótsins 2002. Þar vann Senegal óvæntan sigur á ríkjandi heimsmeisturum Frakka. Þetta var fyrsti leikur Senegal á Heimsmeistaramóti og fyrsta mark þeirra á slíku móti.

Senegal komst í 8-liða úrslit mótsins eftir að hafa unnið Frakkland og gert jafntefli við Danmörk og Úrúgvæ. Í 16-liða úrslitum vann liðið Svíþjóð í framlengingu og spilaði við Tyrkland í 8-liða úrslitum þar sem þeir töpuðu í framlengdum leik.

Alls lék Diop 63 landsleiki fyrir Senegal og skoraði í þeim 11 mörk.

Papa bouba hefur kvatt okkur. Þvílik synd. Algjör snillingur og ljúfasta manneskja sem eg hef kynnst. Hans verður pottþétt saknað sárt af mörgum

Posted by Heiðar Helguson on Sunday, 29 November 2020

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar og Eiður Smári funda aftur með Lagerback – „Eiður og Lars eiga mjög gott samband“

Arnar og Eiður Smári funda aftur með Lagerback – „Eiður og Lars eiga mjög gott samband“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjaður að syrgja föður sinn sem á lítið eftir – Var í 45 daga á gjörgæslu vegna COVID-19

Byrjaður að syrgja föður sinn sem á lítið eftir – Var í 45 daga á gjörgæslu vegna COVID-19
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gary Martin æfir með stórstjörnu í Dubai – „Ég er á floti“

Gary Martin æfir með stórstjörnu í Dubai – „Ég er á floti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aubameyang hrökk í gang er Arsenal vann Newcastle

Aubameyang hrökk í gang er Arsenal vann Newcastle
433Sport
Í gær

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“
433Sport
Í gær

Beckham ræður fyrrverandi liðsfélaga til Inter Miami – „Hann er leiðtogi“

Beckham ræður fyrrverandi liðsfélaga til Inter Miami – „Hann er leiðtogi“
433Sport
Í gær

Gamlir draugar elta Haaland – Var hluti af strákabandi sem grín er gert að

Gamlir draugar elta Haaland – Var hluti af strákabandi sem grín er gert að
433Sport
Í gær

Aron Einar um COVID ástandið í Katar og framtíðina: „Mér leið aldrei eins og Heimir yrði rekinn“

Aron Einar um COVID ástandið í Katar og framtíðina: „Mér leið aldrei eins og Heimir yrði rekinn“