fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
433Sport

Segja að læknir Maradona sé grunaður um manndráp af gáleysi

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 14:40

Leopoldo Luque, læknir Maradona / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leopoldo Luque, læknir Diego Maradona, hefur stöðu grunaðs manns í rannsókn sem nú er farin af stað vegna andláts  argentínsku knattspyrnugoðsagnarinn. Þetta herma heimildir argentínska blaðsins Clarín.

Fregnir hafa borist frá Argentínu um að húsleit hafi verið gerð á heimili og skrifstofu Leopoldo í dag. Farið var í húsleitirnar eftir að dætur Maradona kröfðust þess að fá að vita hvaða lyfjum föður þeirra hafði verið ávísað. 30 lögreglumenn tóku þátt í húsleitinni þar sem lagt var upp með að komast yfir sjúkraskýrslur Maradona.

Leopoldo Luque hefur starfað sem einkalæknir hans en ekki er langt síðan Maradona gekkst undir aðgerð vegna heilablóðfalls. Luque er nú grunaður um vanrækslu í starfi og manndráp af gáleysi.

Fyrr í vikunni hafði lögfræðingur Maradona, Martias Morla, krafist rannsóknar á dauðsfalli Maradona. Ástæðan fyrir því hafi meðal annars verið sú að hann hafði ekki fengið læknisskoðun í yfir 12 klukkutíma áður en hann lést.

Þá hefur það einnig vakið upp spurningar hvort Maradona hafi yfir höfuð átt að vera heima hjá sér þar sem hann hafði ekki aðgang að læknisþjónustu allan sólarhringinn.

Leopoldo Luque og Maradona

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar og Eiður Smári funda aftur með Lagerback – „Eiður og Lars eiga mjög gott samband“

Arnar og Eiður Smári funda aftur með Lagerback – „Eiður og Lars eiga mjög gott samband“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjaður að syrgja föður sinn sem á lítið eftir – Var í 45 daga á gjörgæslu vegna COVID-19

Byrjaður að syrgja föður sinn sem á lítið eftir – Var í 45 daga á gjörgæslu vegna COVID-19
433Sport
Í gær

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“
433Sport
Í gær

Beckham ræður fyrrverandi liðsfélaga til Inter Miami – „Hann er leiðtogi“

Beckham ræður fyrrverandi liðsfélaga til Inter Miami – „Hann er leiðtogi“