fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
433Sport

Mótmæla fyrir utan Celtic Park og vilja stjórann burt – „Þetta er svívirðilegt, sjálfskipaðir asnar“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 20:20

Fyrir utan Celtic Park í kvöld / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn skosku meistaranna í Celtic, mótmæltu fyrir utan heimavöll liðsins eftir 2-0 tap gegn Ross County í skoska bikarnum í dag og kröfðust þess að Neil Lennon, knattspyrnustjóri liðsins yrði rekinn.

Celtic hefur ekki gengið vel á tímabilinu, liðið er í 2. sæti skosku deildarinnar með 30 stig eftir 12 leiki, 11 stigum á eftir erkifjendum sínum í Rangers en á tvo leiki til góða.

Reiði stuðningsmanna liðsins hefur verið sívaxandi á tímabilinu. Óánægðir stuðningsmenn voru mættir fyrir utan Celtic Park fyrir leik liðsins í dag og óánægjan varð meiri eftir tapið.

Chris Sutton, lék með Celtic á árunum 2000-2006, hann fordæmir hegðun þessara einstaklinga.

„Einstaklingarnir sem eru að mótmæla fyrir utan Celtic Park geta ekki kallað sig stuðningsmenn félagsins. Sannir stuðningsmenn myndu ekki  syngja niðrandi söngva um manninn sem hefur gefið allt sitt fyrir félagið eins og Neil Lennon hefur gert. Þetta er svívirðilegt, sjálfskipaðir asnar,“ skrifaði Chris Sutton á Twitter.

Tveir lögreglumenn hafa meiðst smávægilega í mótmælunum samkvæmt heimildum Glasgow Evening Times.

Fyrir utan Celtic Park í kvöld / GettyImages
Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic / GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar og Eiður Smári funda aftur með Lagerback – „Eiður og Lars eiga mjög gott samband“

Arnar og Eiður Smári funda aftur með Lagerback – „Eiður og Lars eiga mjög gott samband“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjaður að syrgja föður sinn sem á lítið eftir – Var í 45 daga á gjörgæslu vegna COVID-19

Byrjaður að syrgja föður sinn sem á lítið eftir – Var í 45 daga á gjörgæslu vegna COVID-19
433Sport
Í gær

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“
433Sport
Í gær

Beckham ræður fyrrverandi liðsfélaga til Inter Miami – „Hann er leiðtogi“

Beckham ræður fyrrverandi liðsfélaga til Inter Miami – „Hann er leiðtogi“