Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Everton þegar liðið tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Leiknum lauk með 0-1 sigri gestanna frá Leeds. Eina mark leiksins skoraði Raphinha á 79. mínútu.
Eftir leikinn er Everton í sjötta sæti með 16 stig og Leeds í 11. sæti með 14 stig.
Everton 0 – 1 Leeds
0-1 Raphinha (79′)