fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Kröfðust þess að Sölvi myndi eyða út þættinum en vildu alls ekki skoða öryggismyndavélar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Tryggvason segir frá því í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum að enska knattspyrnusambandið hafi haft samband við sig eftir að hann tók viðtal við stúlkurnar tvær sem heimsóttu Hótel Sögu í september þar sem enska landsliðið dvaldi.

Í viðtalinu sögðu Nadía Sif Gunnarsdóttir og Lára Clausen að Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins hefði mætt á herbergi þeirra eftir nóttina örlagaríku. Stúlkurnar höfðu þar hitt Phil Foden og Mason Greenwood sem brutu þar með sóttvarnarreglur vegna COVID-19. Drengirnir höfðu yfirgefið herbergið hjá stúlkunum þegar bankað var á dyr þeirra. „Það hefur aldrei verið bankað jafn fast á hurðina mína,“ segir Nadía í viðtalinu við Sölva.

„Þá var þetta Southgate, ég hafði ekki hugmynd um hver Southgate væri fyrr en ég gúglaði hann. Ég man það alveg í dag, þeir voru í æfingagalla. Hann stendur með krosslagðar hendur. Svo er annar eldri karl og kona frá Securitas. Þau rjúka inn og spyrja hvar strákarnir eru.“

Sölvi Tryggvason

Sölvi vildi skoða upptökur en þá kom annað hljóð í enska:

Enska knattspyrnusambandið hafði ítrekað samband við Sölva eftir viðtalið við stelpurnar og krafðist þess að viðtalið yrði tekið út. Það væri hrein og klár lygi að Southgate hefði komið á herbergi þeirra. „Ég fékk í viðtal hérna Nadíu Sif og Láru sem fóru heim með enskum landsliðsmönnum. Enska knattspyrnusambandið sendi mér tölvupóst og PR fulltrúinn hringdi í mig þrisvar. Þeir kröfðust þess eiginlega að ég tæki þáttinn út, vegna þess að þær sögðu að Gareth Southgate hefði stormað inn á herbergið þeirra um morguninn, þá hefði hann átt að fara í sóttkví,“ sagði Sölvi í nýjasta þætti sínum.

Enska sambandið lagði þunga áherslu á að Sölvi tæki þáttinn út. „The Sun gerði frétt um þetta, þær halda því fram að þetta hafi verið Gareth Southgate. Enska knattspyrnusambandið hefur ekki sýnt fram á það að þetta hafi ekki verið hann, það ætti að vera nokkuð auðvelt fyrir þá með því að birta mynd af þeim aðila sem kom á herbergið.“

Þegar Sölvi sagðist geta reynt að skoða öryggismyndavélar á Hótel Sögu kom annað hljóð í enska. „Um leið og ég sagði að ég gæti mögulega tékkað á öryggismyndavélunum þarna á Hótel Sögu, þeim lest ekkert á það. Rosalega auðvelt að segja að þetta séu slúðurfréttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gregg að gera allt rétt í Vesturbænum – Telur þetta koma í veg fyrir að liðið berjist um titilinn allt til enda

Gregg að gera allt rétt í Vesturbænum – Telur þetta koma í veg fyrir að liðið berjist um titilinn allt til enda
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum