fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
433Sport

Þetta voru síðustu orð Maradona: „Mér líður illa“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 09:30

Diego Armando Maradona / Mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður illa,“ voru síðustu orð Diego Maradona þegar hann stóð upp frá matarborðinu heima hjá sér og ætlaði að leggjast í rúmið til að hvíla sig og reyna að ná bata.

Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu í gær.

Fyrir rúmum tveimur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Flestir minnast Maradona fyrir magnaða hæfileika hans á knattspyrnuvellinum en líf hans utan vallar var oftar en ekki skrautlegt, kókaín og áfengi notaði Maradona oft í miklu magni og það hafði áhrif á heilsu hans.

Innan vallar er það sigur Argentínu á Heimsmeistaramótinu árið 1986 og hvernig hann tók Napoli upp til skýjanna og gerði liðið að meisturum árið 1987 og 1990 á Ítalíu, sem standa upp úr á ferli hans.

„Mér líður illa,“ voru orðin sem að Maradona sagði við frænda sinn áður en hann fór inn í svefnherbergi sitt í gær. Skömmu fyrir hádegi kom hjúkrunarkona að Maradona þar sem hann hafði látið lífið í rúmi sínu.

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu. „Þú tókst okkur á toppinn, þú gerðir okkur svo glöð. Þú ert sá besti í sögunni,“ sagði Alberto Fernandez forseti Argentínu eftir tíðindin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fimm leikmenn sem studdu í æsku keppinauta liða sem þeir spiluðu seinna með – Bale elskaði Arsenal

Fimm leikmenn sem studdu í æsku keppinauta liða sem þeir spiluðu seinna með – Bale elskaði Arsenal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal hugsa Willian þegjandi þörfina – Skelfileg tölfræði

Stuðningsmenn Arsenal hugsa Willian þegjandi þörfina – Skelfileg tölfræði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Benitez aftur til Englands – Vill vera nær fjölskyldunni

Benitez aftur til Englands – Vill vera nær fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham var ákveðinn er hann ræddi ráðningu nýs knattspyrnustjóra – „Hefur ekkert með það að gera að hann sé vinur minn“

Beckham var ákveðinn er hann ræddi ráðningu nýs knattspyrnustjóra – „Hefur ekkert með það að gera að hann sé vinur minn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

FA bikarinn: Vitinha tryggði Wolves áfram með mögnuðu marki

FA bikarinn: Vitinha tryggði Wolves áfram með mögnuðu marki
433Sport
Í gær

Tvö mörk frá Haaland dugðu ekki fyrir Dortmund

Tvö mörk frá Haaland dugðu ekki fyrir Dortmund
433Sport
Í gær

Martraðar vika Zinedine Zidane – Greindist með Covid-19

Martraðar vika Zinedine Zidane – Greindist með Covid-19
433Sport
Í gær

Ósáttur stuðningsmaður Liverpool – „Hann er ekki að fara að vinna fleiri titla, ég vill hann burt“

Ósáttur stuðningsmaður Liverpool – „Hann er ekki að fara að vinna fleiri titla, ég vill hann burt“