fbpx
Laugardagur 29.janúar 2022
433Sport

Sara Björk eftir sigurinn: „Sýnir bara hugarfarið og getuna í liðinu“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 20:55

Sara Björk er fyrirliði íslenska landsliðsins - Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið vann mikilvægan 1-3 sigur á Slóvakíu í undankeppni EM í kvöld, leikið var í Slóvakíu. Íslensku stelpurnar lentu undir í leiknum en náðu að snúa stöðunni sér í vil. Sigurinn þýðir að liðið á ennþá góðan möguleika á sæti í lokakeppni EM.

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins segir að mikill munur hafi verið á spilamennsku liðsins ef bornir eru saman fyrri og seinni hálfleikur.

„Já þetta var bara svart og hvítt, þetta var ótrúlega slakur fyrri hálfleikur hjá okkur. Við vorum bara eftir á í öllum návígum og pressu, við náðum ekki einu sinni að halda boltanum innan liðsins. Við snerum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter,“ sagði Sara í viðtali eftir leik.

Hún hrósar karakter liðsins og er ánægð með úrslitin.

„Karakterinn í liðinu að snúa þessu við eftir svona slakan fyrri hálfleik. Það sýnir bara hugarfarið og getuna í liðinu. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar,“ sagði Sara Björk.

Sara skoraði annað og þriðja mark íslenska liðsins og komu þau bæði úr vítaspyrnum. Sara lét verja frá sér í fyrstu spyrnunni en dómarinn lét taka þá spyrnu aftur þar sem markvörður Slóvakíu var kominn af marklínunni áður en spyrnan var tekin. Sara lét ekki bjóða sér það tvisvar og skoraði úr endurteknu spyrnunni.

„Þetta var hrikalega slappt fyrra víti hjá mér. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og fæ svo þrjár vítaspyrnur í einum leik. Það er sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir sigurinn.

Næsti leikur liðsins er þann 1. desember gegn Ungverjalandi, það er jafnframt síðasti leikur liðsins í undankeppninni. Ísland hefur nú þegar tryggt sér 2. sæti riðilsins en sigur í næsta leik er mikilvægur.  Ljóst er að Svíþjóð endar í efsta sæti riðilsins, en þau þrjú lið sem verða með bestan árangur í öðru sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppnina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Tryggja kaupir Consello
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurvin sagður efstur á blaði Skagamanna

Sigurvin sagður efstur á blaði Skagamanna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fullyrt að Sævar ætli í slaginn við Vöndu

Fullyrt að Sævar ætli í slaginn við Vöndu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu rosalega afmælisgjöf sem Ronaldo splæsti í fyrir frúnna

Sjáðu rosalega afmælisgjöf sem Ronaldo splæsti í fyrir frúnna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarna Chelsea gómuð á stefnumótaforriti í æfingaferð – Kona og barn í London

Stjarna Chelsea gómuð á stefnumótaforriti í æfingaferð – Kona og barn í London
433Sport
Í gær

ÍA ekki haft samband við Vestra varðandi Jón Þór – ,,Höfum engan áhuga á því að missa hann frá okkur“

ÍA ekki haft samband við Vestra varðandi Jón Þór – ,,Höfum engan áhuga á því að missa hann frá okkur“
433Sport
Í gær

KSÍ hafði samband fyrir átta dögum – Klásúla í samningi Jóhannesar sem var virkjuð

KSÍ hafði samband fyrir átta dögum – Klásúla í samningi Jóhannesar sem var virkjuð