fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Bjarni um íþróttir og andlát árið 2020: „Sprengja árið 2020 eitt­hvað lengst út í rass­gat“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 12:00

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Árið 2020 hef­ur hins veg­ar verið frek­ar glatað ár svo við segj­um það bara eins og það er. Þessi skoðun mín lit­ast svo sann­ar­lega af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um og öllu því sem hon­um hef­ur fylgt. Íþrótta­lega séð hef­ur þetta líka verið svekk­elsi á svekk­elsi ofan þannig séð,“ skrifar jarni Helgason íþróttablaðamaður Morgunblaðsins í Bakverði dagsins í blaðinu.

Bjarni fer yfir árið 2020 sem hefur verið skrýtið eftir að COVID-19 veiran gerði vart við sig. Heimsbyggðin hefur mátt þola skert lífsgæði og íþróttafólk á Íslandi hefur ekki fengið að stunda vinnu sína.

Þá hafa tvær af skærustu goðsögnum íþrótta látið lífið . „Kobe Bry­ant lést í hræðilegu þyrlu­slysi í janú­ar og í gær kvaddi Diego Mara­dona þenn­an heim. Tvær goðsagn­ir sem höfðu svo stór­kost­leg áhrif á sín­ar íþrótta­grein­ar að það er erfitt að setja það í orð,“ skrifar Bjarni um andlát þessara tveggja kappa..

Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu í gær. Fyrir rúmum tveimur vikum hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

„Heims­byggðin var í sár­um þegar Bry­ant lést. Ég man að ég las skila­boð til hans á sam­fé­lags­miðlum sem sitja ennþá í mér. „Ég vissi ekki að frá­fall ein­hvers, sem ég þekkti aldrei né hitti, gæti haft svona mik­il áhrif á mig,“ skrifaði þessi ágæti maður. Orð sem eiga vafa­laust við um Mara­dona hjá mörg­um líka,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið

Hann heldur svo áfram að tala um vondu hlutina frá árinu. „Hér heima mistókst svo ís­lenska karla­landsliðinu að tryggja sér sæti á þriðja stór­mót­inu í röð. Þeir fengu á sig tvö mörk á síðustu fimm mín­út­um leiks­ins. Það verður eig­in­lega ekki meira svekkj­andi en það,“ skrifar Bjarni sem ætlar að kveðja árið með stæl.

„Ég var svo gott sem edrú um síðustu ára­mót. Ég stefni á ölv­un um næstu ára­mót og hver veit nema maður eyði nokkr­um tíuþúsund­köll­um í flug­elda, svona til þess að sprengja árið 2020 eitt­hvað lengst út í rass­gat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur

Besta deild kvenna: Nýliðar Víkings fara vel af stað – Blikar með sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur