fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Íslendingar minnast Maradona: ,,Sá mest heillandi, sá gallaðasti”

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 17:45

Diego Armando Maradona / Mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentínska knattspyrnugoðsögnin, Diego Armando Maradona, er látinn, 60 ára að aldri.

Maradona er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Hann tók þátt í fjórum heimsmeistaramótum með Argentínska landsliðinu og varð heimsmeistari með liðinu árið 1986, hann var einnig valinn besti leikmaður mótsins. Hann lék 94 landsleiki á sínum ferli og skoraði í þeim 34 mörk.

Maradona átti einnig farsælan feril með félagsliðum á borð við Napoli, Barcelona og Boca Juniors.

Maradona og brasilíski knattspyrnusnillingurinn Pele hafa oft verið bornir saman og metist hefur verið um það hvor hafi verið betri. Hinn síðarnefndi hefur vottað Maradona virðingu sína.

„Megi guð veita fjölskyldu hans styrk. Einn daginn vonast ég til þess að við munum geta sparkað bolta á milli okkar á himnum,“ sagði Pele er hann vottaði Maradona virðingu sína.

Knattspyrnusnilli Maradona hafði áhrif á áhugamenn um knattspyrnu hvaðanæva í heiminum, meðal annars á Íslandi.

Knattspyrnuheimurinn syrgir einn af sínum dáðustu sonum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals