fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Haaland hefur skákað mörgum goðsögnum við aðeins tvítugur að aldri

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var stuð og stemming í Meistaradeild Evrópu í gær. Í F-riðli vann þýska liðið Dortmund 3-0 sigur á belgíska liðinu Club Brugge. Gulldrengurinn Erling Braut Haaland, kom Dortmund yfir með marki á 18. mínútu.

Jadon Sancho tvöfaldaði síðan forystu Dortmund með marki á 45. mínútu. Haaland skoraði þriðja mark Dortmund og sitt annað mark í leiknum á 60. mínútu og innsiglaði 3-0 sigur Dortmund.

Norska undrabarnið er tvítugt að aldri en hefur nú skákað mörgum merkilegum mönnum í markaskorun í deild þeirra bestu. Haaland hefur skorað 16 mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni.

Haaland er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar á þessu tímabili en hann hefur verið sjóðandi heitur á sínu fyrsta ári með Dortmund.

Goðsagnir sem Haaland hefur skákað við í Meistaradeildinni
15. Dennis Bergkamp – 7 mörk
14. Christian Vieri – 10 mörk
=12. Michael Owen – 11 mörk
=12. Diego Costa – 11 mörk
=10. Olivier Giroud – 13 mörk
=10. Carlos Tevez – 13 mörk
=5. Adriano – 14 mörk
=5. Miroslav Klose – 14 mörk
=5. David Villa – 14 mörk
=5. Ronaldo Nazario – 14 mörk
=5. Zinedine Zidane – 14 mörk
=2. Paulo Dybala – 15 mörk
=2. Pierre-Emerick Aubameyang – 15 mörk
=2. Roberto Firmino – 15 mörk
1. Erling Braut Haaland – 16 mörk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United
433Sport
Í gær

Carragher segir alla pressuna vera á Liverpool um helgina

Carragher segir alla pressuna vera á Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Arsenal skoðar markvörð Barcelona til að fylla skarð Rúnars

Arsenal skoðar markvörð Barcelona til að fylla skarð Rúnars