Tveimur leikjum er lokið í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Chelsea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 1-2 sigri á franska liðinu Rennes. Spænska liðið Sevilla gerði síðan slíkt hið sama með 1-2 sigri á Krasnodar
E-riðill
Franska liðið Rennes tók á móti enska liðinu Chelsea á Roazhon Park í Rennes.
Callum Hudson-Odoi kom Chelsea yfir á 22. mínútu með marki eftir stoðsendingu frá Mason Mount.
Allt virtist stefna í 0-1 sigur Chelsea en á 85. mínútu jafnaði Sehrou Guirassy, leikinn fyrir Rennes.
Leikmenn Chelsea neituðu hins vegar að gefast upp. Á fyrstu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma, skoraði franski framherjinn Olivier Giroud fyrir Chelsea og tryggði þeim 1-2 sigur og sæti í 16-liða úrslitum keppninnar
Chelsea er eftir leikinn í 1. sæti E-riðils með 10 stig eftir 4 leiki. Rennes er í 4. sæti riðilsins með 1 stig.
Í Rússlandi tóku heimamenn í Krasnodar á móti spænska liðinu Sevilla.
Ivan Rakitic kom Sevilla yfir með marki á 4. mínútu.
Wanderson jafnaði leikinn fyrir Krasnodar á 56. mínútu.
Munir El Haddadi reyndist síðan hetja Sevilla er hann skoraði sigurmark liðsins á 95. mínútu og tryggði Sevilla sæti í 16 liða úrslitum.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Sevilla situr í 2. sæti E-riðils með 10 stig. Krasnodar er í 3. sæti með 1 stig.
Rennes 1 – 2 Chelsea
0-1 Callum Hudson-Odoi (’22)
1-1 Sehrou Guirassy (’85)
1-2 Olivier Giroud (’90+1)
Krasnodar 1 – 2 Sevilla
0-1 Ivan Rakitic (‘4)
1-1 Wanderson (’56)
1-2 Munir El Haddadi (’90+5)