fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Barcelona og Juventus tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum – Manchester United vann á heimavelli

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 21:59

Ronaldo skoraði fyrra mark Juventus í kvöld / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum lauk í kvöld í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Barcelona og Juventus tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum og Bruno Fernandes var allt í öllu í sigri Manchester United. Lestu um öll úrslit kvöldsins hér fyrir neðan.

Í H-riðli vann Manchester United 4-1 sigur á tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir. Leikið var á Old Trafford. Bruno Fernandes kom heimamönnum yfir með marki á 7. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu United með marki á 19. mínútu.

Marcus Rashford bætti síðan við þriðja marki United úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Á 75. mínútu minnkaði Deniz Turuc muninn fyrir Istanbul en nær komust gestirnir þó ekki. Daniel James innsiglaði 4-1 sigur United með marki á 92.mínútu.

Í hinum leik H-riðils, tók franska liðið Paris Saint-Germain á móti þýska liðinu RB Leipzig. Neymar kom PSG yfir með marki úr vítaspyrnu á 11. mínútu og það reyndist eina mark leiksins.

Manchester United er í 1. sæti H-riðils með 9 stig. PSG er í öðru sæti með 6 stig, RB Leipzig er í 3. sæti með 6 stig og Istanbul Basaksehir rekur lestina í 4.sæti með 3 stig.

Í G-riðli vann Barcelona 0-4 sigur gegn úkraínska liðinu Dynamo Kyiv. Sergino Dest kom Barcelona yfir með marki á 52. mínútu. Danski leikmaðurinn Martin Braithwaite tvöfaldaði síðan forystu Börsunga með marki á 57. mínútu. Braithwaite var síðan aftur á ferðinni á 70. mínútu er hann skoraði þriðja mark Barcelona úr vítaspyrnu. Antoine Griezmann innsiglaði síðan 0-4 sigur Barcelona með marki á 90.mínútu. Barcelona er þar með komið í 16- liða úrslit keppninnar.

Í hinum leik G-riðils vann ítalska liðið Juventus 2-1 sigur á ungverska liðinu Ferencvaros. Gestirnir komust óvænt yfir með marki frá Myrto Uzuni á 19. mínútu. Á 35. mínútu jafnaði Cristiano Ronaldo leikinn fyrir Juventus. Það var síðan Alvaro Morata sem tryggði Juventus sigur og sæti í 16- liða úrslitum með marki í uppbótartíma.

Barcelona er í 1. sæti G-riðils með 12 stig. Juventus er í 2. sæti riðilsins með 9 stig. Ferencvaros er í 3.sæti með 1 stig og Dynamo Kyiv er í 4. sæti með 1 tig

Í F-riðli vann þýska liðið Dortmund 3-0 sigur á belgíska liðinu Club Brugge. Gulldrengurinn Erling Braut Haaland, kom Dortmund yfir með marki á 18. mínútu. Jadon Sancho tvöfaldaði síðan forystu Dortmund með marki á 45. mínútu. Haaland skoraði þriðja mark Dortmund og sitt annað mark í leiknum á 60. mínútu og innsiglaði 3-0 sigur Dortmund.

Í hinum leik F-riðils tók ítalska liðið Lazio á móti rússneska liðinu Zenit. Ciro Immobile kom Lazio yfir með marki á 3. mínútu. Marco Parolo bætti síðan við öðru marki Lazio á 22. mínútu. Þremur mínútum síðar minnkaði ,Artem Dzyuba, muninn fyrir Zenit. Á 55. mínútu skoraði Immobile mark úr vítaspyrnu og staðan því orðin 3-1 fyrir Lazio. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.

Dortmund er í 1. sæti F-riðils með 9 stig, Lazio er í 2. sæti með 8 stig, Club Brugge er í 3. sæti með 4 stig og Zenit er í 4. sæti með 1 stig.

H-riðill:
Manchester United 4 – 1 Istanbul Basaksehir 
1-0 Bruno Fernandes (‘7)
2-0 Bruno Fernandes (’19)
3-0 Marcus Rashford (’35, víti)
3-1 Deniz Turuc (’75)
4-1 Daniel James (’90+2)

Paris Saint-Germain 1 – 0 RB Leipzig
1-0 Neymar (’11, víti)

G-riðill:
Dynamo Kyiv 0 – 4 Barcelona 
0-1 Sergino Dest (’52)
0-2 Martin Braithwaite (’57)
0-3 Martin Braithwaite (’70, víti)
0-4 Antoine Griezmann

Juventus 2 – 1 Ferencvaros
0-1 Myrto Uzuni (’19)
1-1 Cristiano Ronaldo (’35)
2-1 Alvaro Morata (’90+2)

F-riðill:
Borussia Dortmund 3 – 0 Club Brugge
1-0 Erling Braut Haaland (’18)
2-0 Jadon Sancho (’45+1)
3-0 Erling Braut Haaland (’60)

Lazio 3 – 1 Zenit St. Petersburg
1-0 Ciro Immobile (‘3)
2-0 Marco Parolo (’22)
2-1 Artem Dzyuba (’25
3-1 Ciro Immobile (’55, víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Í gær

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Í gær

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða