fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
433Sport

Lyktaði eins og áfengistunna þegar hann keyrði á tvo bíla

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 15:00

Grealish flýr af vettvangi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish lyktaði eins og áfengistunna og var málhaltur þegar hann keyrði á tvo kyrrstæða bíla í mars. Hann hafði þá verið í gleðskap alla nóttina þrátt fyrir útgöngubann í landinu. Þetta kom fram fyrir dómi í dag.

Grealish viðurkennir að hafa keyrt glannalega en hann er að auki ákærður fyrir fleiri akstursbrot sem átti eftir að taka fyrir.

Ekki er hægt að sanna að Grealish hafi verið undir áhrifum en hann gæti þó misst ökuréttindi sín vegna fyrri brota.

Vitni sögðu að Grealish hefði ekki verið í neinu ástandi til að keyra en hann bakkaði í tvígang á bíla áður en hann fór af vettvangi. Lögreglan leitaði Grealish en fann hann ekki á heimili sínu. Hann gaf sig fram nokkrum dögum síðar.

Grealish hafði deginum áður beðið fólk um að halda sig heima á meðan kórónuveiran væri að ganga yfir þar í landi. Útgöngubann var á Bretlandseyjum.

Grealish var í gleðskap hjá Ross McCormack fyrrum liðsfélaga sínum hjá Villa, alla nóttina. Hann keyrði á tvo kyrrstæða bíla.
Áreksturinn átti sér stað snemma morgun en nágrannar McCormack segja að læti hafi verið úr íbúðinni allan morguninn.

Lögreglan í Birmingham var kölluð á staðinn en Grealish tók dótið sitt úr bílnum og fór af vettvangi áður en hún kom.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar og Eiður Smári funda aftur með Lagerback – „Eiður og Lars eiga mjög gott samband“

Arnar og Eiður Smári funda aftur með Lagerback – „Eiður og Lars eiga mjög gott samband“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjaður að syrgja föður sinn sem á lítið eftir – Var í 45 daga á gjörgæslu vegna COVID-19

Byrjaður að syrgja föður sinn sem á lítið eftir – Var í 45 daga á gjörgæslu vegna COVID-19
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gary Martin æfir með stórstjörnu í Dubai – „Ég er á floti“

Gary Martin æfir með stórstjörnu í Dubai – „Ég er á floti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aubameyang hrökk í gang er Arsenal vann Newcastle

Aubameyang hrökk í gang er Arsenal vann Newcastle
433Sport
Í gær

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“
433Sport
Í gær

Beckham ræður fyrrverandi liðsfélaga til Inter Miami – „Hann er leiðtogi“

Beckham ræður fyrrverandi liðsfélaga til Inter Miami – „Hann er leiðtogi“
433Sport
Í gær

Gamlir draugar elta Haaland – Var hluti af strákabandi sem grín er gert að

Gamlir draugar elta Haaland – Var hluti af strákabandi sem grín er gert að
433Sport
Í gær

Aron Einar um COVID ástandið í Katar og framtíðina: „Mér leið aldrei eins og Heimir yrði rekinn“

Aron Einar um COVID ástandið í Katar og framtíðina: „Mér leið aldrei eins og Heimir yrði rekinn“