fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Jóhann Berg náði merkilegum áfanga í gær – Sex Íslendingar hafa afrekað það sama

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 08:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley þegar liðið tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Burnley hafði ekki enn sigrað leik í deildinni þegar þessi leikur hófst. Burnley byrjaði leikinn vel og strax á áttundu mínútu kom Chris Wood Burnley yfir. Leikar stóðu 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik hefði Jóhann Berg getað tvöfaldað forystuna en boltinn small í slánni. Hann var tekinn af velli á 67. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og fyrsti sigur Burnley í deildinni orðinn að veruleika. Leikurinn var sögulegur fyrir Jóhann sem var að spila sinn 100 leik í ensku úrvalsdeildinni.

Í leikjunum 100 hefur Jóhann komið að 24 mörkum, skorað 7 og lagt upp 17. Jóhann er á sínu fimmta tímabili hjá Burnley en hann hefur misst út stóran hluta vegna meiðsla.

Jóhann er sjötti Íslendingurinn sem afrekar það að spila 100 leiki eða meira í stærstu knattspynudeild í heimi. Hermann Hreiðarsson er með 332 leiki en Gylfi Þór Sigurðsson nálgast hann.

Íslendingar með yfir 100 leiki:
Hermann Hreiðarsson – 332 leikir
Gylfi Sigurðsson – 291 leikur
Eiður Smári Guðjohnsen – 211 leikir
Guðni Bergsson – 135 leikir
Grétar Rafn Steinsson – 126 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson – 100 leikir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð