fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
433Sport

Biðst afsökunar eftir glórulausa heimsku

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 10:30

Nicolas Pepe fær rauða spjaldið í leik gegn Leeds United /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds United og Arsenal gerðu 0-0 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Leikið var á Elland Road í Leeds. Arsenal hefur gengið erfiðlega að skora mörk á tímabilinu og hefur mistekist að skora úr opnum leik í yfir 450. mínútur í undanförnum leikjum.

Arsenal lék einum manni færri frá 52. mínútu þegar Nicolas Pépé fékk að líta rauða spjaldið fyrir að hafa skallað Alioski, leikmann Leeds.

Pepe gerði slæm mistök en í kjölfarið hafa honum borist hótanir og sömuleiðis hefur Ezgjan Alioski leikmaður Leeds fengið hótanir.

Mikel Arteta fór ekki fögrum orðum um Pepe eftir leik og þá ákvörðun hans að skalla andstæðing sinn, dýrkeypt. „Ég kom liðinu í vandræði á mikilvægum tíma leiksins, það er ekki nein afsökun fyrir hegðun minni,“ sagði Pepe um málið.

Pepe er dýrasti leikmaður í sögu Arsenal en hefur litlu skilað innan vallar. „Ég er miður mín og vil biðja stuðningsmenn okkar afsökunar, einnig liðsfélaga mína, þjálfara og alla tengda félaginu.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tárin renna niður þegar Raggi Sig kveður Kaupmannahöfn – „Þú ert svakaleg fyrirmynd“

Tárin renna niður þegar Raggi Sig kveður Kaupmannahöfn – „Þú ert svakaleg fyrirmynd“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að Thiago geri Liverpool að lélegra liði

Segir að Thiago geri Liverpool að lélegra liði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tókust hart á í beinni útsendingu – „Þú talar eins og United sé lítið félag“

Tókust hart á í beinni útsendingu – „Þú talar eins og United sé lítið félag“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu tölfræðinu – Munurinn á Bruno Fernandes í stórleikjum og þeim sem minni eru

Sjáðu tölfræðinu – Munurinn á Bruno Fernandes í stórleikjum og þeim sem minni eru