Föstudagur 26.febrúar 2021
433Sport

Telur öruggt að Arnar Þór fái starfið: „Ef eitthvað óvænt gerist, þá fer hann bara í fýlu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 15:00

Arnar Þór Viðarsson var ráðinn landsliðsþjálfari í desember

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason sérfræðingur Dr. Football telur það nánast öruggt að stjórn KSÍ muni ráða Arnar Þór Viðarsson sem næsta landsliðsþjálfara. Arnar var í löngu viðtali við útvarpsþátt Fótbolta.net á X977 um helgina þar sem hann staðfesti áhuga sinn á starfinu.

Arnar hefur vakið athygli í starfi U21 landsliðsþjálfara og sem yfirmaður knattspyrnumála. Í viðtalinu á X977 sagðist hann telja sig geta stýrt A-landsliði karla og verið í starfi yfirmanns knattspyrnumála. „Arnar ætlar sér þetta starf,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson um málið

Erik Hamren lét af störfum í síðustu viku en Arnar kom U21 landsliðinu inn í lokakeppni EM, hann gæti ekki fylgt liðinu í lokakeppnina ef hann fær starf A-landsliðsþjálfara.

Arnar var ráðinn inn í starf yfirmanns knattspyrnumála eftir að hann tók við U21 liðinu, starfið var eitt af því sem Guðni Bergsson formaður KSÍ barðist hart fyrir. „Voru það þá ekki mistök hjá Guðna Bergssyni að ráða inn mann með grimman þjálfaradraum í maganum? Núna ef hann fær þetta ekki, ef eitthvað óvænt gerist. Þá fer hann bara í fýlu,“ sagði Hjörvar Hafliðason um stöðu mála.

Hjörvar hefur þó ekki áhyggjur af því að það komi upp. „Hann er 100 prósent næsti landsliðsþjálfari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Einræði betra en eiginhagsmunir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heiðar Helguson til Kórdrengja

Heiðar Helguson til Kórdrengja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Evrópudeildin: Aubameyang tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum – Lærisveinar Gerrard áfram

Evrópudeildin: Aubameyang tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum – Lærisveinar Gerrard áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á

Henry segir upp – Segir veiruna og fjarveru frá börnum hafa tekið á
433Sport
Í gær

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Allra augu á Meistaradeild Evrópu en Nathan Ferguson á mark kvöldsins

Sjáðu markið: Allra augu á Meistaradeild Evrópu en Nathan Ferguson á mark kvöldsins
433Sport
Í gær

Yaya Sanogo mættur aftur til Englands – Fimm leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar hjá Arsenal

Yaya Sanogo mættur aftur til Englands – Fimm leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar hjá Arsenal