fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Telur öruggt að Arnar Þór fái starfið: „Ef eitthvað óvænt gerist, þá fer hann bara í fýlu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 15:00

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason sérfræðingur Dr. Football telur það nánast öruggt að stjórn KSÍ muni ráða Arnar Þór Viðarsson sem næsta landsliðsþjálfara. Arnar var í löngu viðtali við útvarpsþátt Fótbolta.net á X977 um helgina þar sem hann staðfesti áhuga sinn á starfinu.

Arnar hefur vakið athygli í starfi U21 landsliðsþjálfara og sem yfirmaður knattspyrnumála. Í viðtalinu á X977 sagðist hann telja sig geta stýrt A-landsliði karla og verið í starfi yfirmanns knattspyrnumála. „Arnar ætlar sér þetta starf,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson um málið

Erik Hamren lét af störfum í síðustu viku en Arnar kom U21 landsliðinu inn í lokakeppni EM, hann gæti ekki fylgt liðinu í lokakeppnina ef hann fær starf A-landsliðsþjálfara.

Arnar var ráðinn inn í starf yfirmanns knattspyrnumála eftir að hann tók við U21 liðinu, starfið var eitt af því sem Guðni Bergsson formaður KSÍ barðist hart fyrir. „Voru það þá ekki mistök hjá Guðna Bergssyni að ráða inn mann með grimman þjálfaradraum í maganum? Núna ef hann fær þetta ekki, ef eitthvað óvænt gerist. Þá fer hann bara í fýlu,“ sagði Hjörvar Hafliðason um stöðu mála.

Hjörvar hefur þó ekki áhyggjur af því að það komi upp. „Hann er 100 prósent næsti landsliðsþjálfari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið

Er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kallar eftir breytingum eftir galna ákvörðun um helgina – „Bara til að koma í veg fyrir allra mesta bullið“

Kallar eftir breytingum eftir galna ákvörðun um helgina – „Bara til að koma í veg fyrir allra mesta bullið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld
433Sport
Í gær

United vill selja hann en enginn hefur sýnt áhuga

United vill selja hann en enginn hefur sýnt áhuga
433Sport
Í gær

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin