fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
433Sport

Telur öruggt að Arnar Þór fái starfið: „Ef eitthvað óvænt gerist, þá fer hann bara í fýlu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 15:00

Arnar Þór Viðarsson var ráðinn landsliðsþjálfari í desember

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason sérfræðingur Dr. Football telur það nánast öruggt að stjórn KSÍ muni ráða Arnar Þór Viðarsson sem næsta landsliðsþjálfara. Arnar var í löngu viðtali við útvarpsþátt Fótbolta.net á X977 um helgina þar sem hann staðfesti áhuga sinn á starfinu.

Arnar hefur vakið athygli í starfi U21 landsliðsþjálfara og sem yfirmaður knattspyrnumála. Í viðtalinu á X977 sagðist hann telja sig geta stýrt A-landsliði karla og verið í starfi yfirmanns knattspyrnumála. „Arnar ætlar sér þetta starf,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson um málið

Erik Hamren lét af störfum í síðustu viku en Arnar kom U21 landsliðinu inn í lokakeppni EM, hann gæti ekki fylgt liðinu í lokakeppnina ef hann fær starf A-landsliðsþjálfara.

Arnar var ráðinn inn í starf yfirmanns knattspyrnumála eftir að hann tók við U21 liðinu, starfið var eitt af því sem Guðni Bergsson formaður KSÍ barðist hart fyrir. „Voru það þá ekki mistök hjá Guðna Bergssyni að ráða inn mann með grimman þjálfaradraum í maganum? Núna ef hann fær þetta ekki, ef eitthvað óvænt gerist. Þá fer hann bara í fýlu,“ sagði Hjörvar Hafliðason um stöðu mála.

Hjörvar hefur þó ekki áhyggjur af því að það komi upp. „Hann er 100 prósent næsti landsliðsþjálfari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enski bikarinn: Jóhann Berg spilaði allan leikinn er Burnley komst áfram – Leicester vann Brentford

Enski bikarinn: Jóhann Berg spilaði allan leikinn er Burnley komst áfram – Leicester vann Brentford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enski bikarinn: Byrjunarliðin er Manchester United tekur á móti Liverpool

Enski bikarinn: Byrjunarliðin er Manchester United tekur á móti Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enski bikarinn: Tammy Abraham skoraði þrennu í öruggum sigri Chelsea

Enski bikarinn: Tammy Abraham skoraði þrennu í öruggum sigri Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir eftirspurn eftir Klopp í Þýskalandi – „Þjóðverjar kalla hann King Klopp“

Segir eftirspurn eftir Klopp í Þýskalandi – „Þjóðverjar kalla hann King Klopp“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal virðist hafa sent knattspyrnustjóra liðsins skýr skilaboð eftir leik

Leikmaður Arsenal virðist hafa sent knattspyrnustjóra liðsins skýr skilaboð eftir leik
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Elías Már á skotskónum fyrir Excelsior – Búinn að skora 18 mörk í deildinni

Sjáðu markið: Elías Már á skotskónum fyrir Excelsior – Búinn að skora 18 mörk í deildinni