Laugardagur 06.mars 2021
433Sport

Sjáðu þrumuræðu Jurgen Klopp í gær sem sjónvarpsstöðin vildi ekki setja í loftið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann sannfærandi 3-0 sigur á Leicester City í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikið var á Anfield í Liverpool. Liverpool komst yfir í leiknum á 21. mínútu þegar Jonny Evans, leikmaður Leicester, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Diogo Jota tvöfaldaði forystu Liverpool með marki á 41. mínútu eftir stoðsendingu frá Andrew Robertson. Það var síðan Roberto Firmino sem innsiglaði 3-0 sigur Liverpool með marki á 86. mínútu.

Sigurinn færir Liverpool upp í 2. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 9 leiki. Liverpool hefur ekki tapað leik á Anfield í 64 leikjum, ótrúlegt afrek.

Þrátt fyrir þennan góða árangur Liverpool í upphafi tímabils er Jurgen Klopp stjóri liðsins reiður, sérstaklega út í sjónvarpsstöðvarnar BT Sport og Sky Sports. Þær sjá um að velja leiktímana vegna þess að þau eiga sjónvarpsréttin.

Þannig lék Liverpool í gærkvöld, liði leikur svo á miðvikudag í Meistaradeildinni og mætir svo Brighton á útivelli í deildinni í hádeginu á laugardag. Klopp er ekki sáttur með þetta en hann setti einnig út á þessa sömu hluti þegar Manchester United var í sömu stöðu á dögunum.

„Þetta snýst ekki bara um okkur,“ sagði Jurgen Klopp við Sky Sports í gær þegar hann hélt þrumuræðu um málið. Athygli vakti að Sky Sports spilaði ekkert af þessum hluta viðtalsins við Klopp.

Klopp hefur misst marga leikmenn í meiðsli. „Sky og BT verða að ræða saman, ef við höldum áfram að spila á miðvikudegi og í hádeginu á laugardegi, þá efast ég um að við endum tímabilið með ellefu leikmenn.“

Þrumuræðu Klopp má sjá hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Maðurinn með hanakambinn til liðs við Kolbein

Maðurinn með hanakambinn til liðs við Kolbein
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofbeldisfull hegðun á borð KSÍ – Úrskurða leikmanninn í bann

Ofbeldisfull hegðun á borð KSÍ – Úrskurða leikmanninn í bann
433Sport
Í gær

Tölfræðin um hörmungar Liverpool – Verri árangur en Moyes náði hjá United

Tölfræðin um hörmungar Liverpool – Verri árangur en Moyes náði hjá United
433Sport
Í gær

Klopp hafði öskrað á Salah sem hlustaði ekki – Umboðsmaður Salah blandar sér í málið

Klopp hafði öskrað á Salah sem hlustaði ekki – Umboðsmaður Salah blandar sér í málið
433Sport
Í gær

Jóhann Berg heill heilsu á nýjan leik – Gæti komið við sögu gegn Arsenal

Jóhann Berg heill heilsu á nýjan leik – Gæti komið við sögu gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Taka saman laun allra hjá Manchester United – Bruno aðeins í sjöunda sæti

Taka saman laun allra hjá Manchester United – Bruno aðeins í sjöunda sæti