fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
433Sport

Beckham þénar nú 46 milljónir á viku fyrir þetta: „Auðveldasti peningur sem hann hefur aflað á lífsleiðinni“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 11:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham er löngu hættur að spila fótbolta en hann hefur sjaldan þénað jafn mikið og nú fyrir það að tengjast fótboltanum.

Beckham gerði á dögunum samning við EA Sports um að vera eitt af andlitum FIFA tölvuleiksins. Fyrir 23 árum var Beckham andlit leiksins og snýr nú aftur.

Samkvæmt enska blaðinu The Mirror fær Beckham 40 milljónir punda fyrir þriggja ára samning við EA Sports. Rúmir 7 milljarðar íslenskra króna fyrir að gera lítið sem ekkert.

Beckham þarf að auglýsa FIFA leikina á samfélagsmiðlum og mæta einstaka sinnum á viðburði sem tengjast leiknum. Það ætti að vera lítið mál þegar þú þénar um 46 milljónir íslenskra króna á viku.

Beckham er nú einnig hluti af leiknum og er hægt að spila sem Beckham í þessum vinsæla leik. „Þetta er auðveldasti peningur sem hann hefur sótt á lífsleiðinni,“ sagði heimildarmaður Mirror um málið.

Beckham átti farsælan feril sem leikmaður en hann lék með Manchester United, Real Madrid, AC Milan, PSG og LA Galaxy. Hann hefur hins vegar sjaldan þénað svona upphæðir fyrir fótboltann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by David Beckham (@davidbeckham)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo í algjörum sérflokki – Sjáðu hvað hann þénar á ári

Ronaldo í algjörum sérflokki – Sjáðu hvað hann þénar á ári
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rooney leggur skóna á hilluna og tekur starfið – Magnaður ferill á enda

Rooney leggur skóna á hilluna og tekur starfið – Magnaður ferill á enda
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Carragher segir alla pressuna vera á Liverpool um helgina

Carragher segir alla pressuna vera á Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Arsenal skoðar markvörð Barcelona til að fylla skarð Rúnars

Arsenal skoðar markvörð Barcelona til að fylla skarð Rúnars
433Sport
Í gær

Erfitt fyrir leikmenn að fagna ekki mörkum saman – „Reyndu að biðja stuðningsmann um að sitja í sófanum þegar liðið hans skorar“

Erfitt fyrir leikmenn að fagna ekki mörkum saman – „Reyndu að biðja stuðningsmann um að sitja í sófanum þegar liðið hans skorar“
433Sport
Í gær

Myndir af knattspyrnustjórum ensku úrvalsdeildarinnar vekja mikla athygli á Twitter

Myndir af knattspyrnustjórum ensku úrvalsdeildarinnar vekja mikla athygli á Twitter
433Sport
Í gær

Aron segir leikmenn Íslands hungraða í að komast á stórmót – „Vita að þetta gæti verið okkar síðasta tækifæri“

Aron segir leikmenn Íslands hungraða í að komast á stórmót – „Vita að þetta gæti verið okkar síðasta tækifæri“
433Sport
Í gær

Dómarar Ensku úrvalsdeildarinnar: „Við viljum 2 metra reglu“

Dómarar Ensku úrvalsdeildarinnar: „Við viljum 2 metra reglu“