fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Sjáðu markið: Aron skoraði í jafntefli gegn Malmö

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 18:32

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson var í byrjunarliði Hammarby og skoraði fyrsta mark liðsins í 2-2 jafntefli gegn Arnóri Ingva og félögum hans í Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Malmö komst yfir með marki á 13. mínútur þegar Mads Fenger, leikmaður Hammarby, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Á 35. mínútu jafnaði Aron leikinn fyrir Hammarby, mark hans má sjá neðst í fréttinni. Þetta var tólfta mark Arons með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Anders Christiansen kom Malmö aftur yfir með marki á 45. mínútu og staðan orðin 1-2 fyrir gestina.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 79. mínútu þegar Alexander Kacaniklic jafnaði leikinn fyrir Hammarby.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.  Malmö er nú þegar búið að tryggja sér sænska meistaratitilinn. Hammarby er í 5. sæti deildarinnar með 41 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Manchester City upp í annað sæti eftir sigur – Geta komið sér í fyrsta sæti

Manchester City upp í annað sæti eftir sigur – Geta komið sér í fyrsta sæti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virgil Van Dijk farinn að sparka í bolta – Með Dejan Lovren í Dubai

Virgil Van Dijk farinn að sparka í bolta – Með Dejan Lovren í Dubai
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins
433Sport
Í gær

Aftur í tímann: Paul Scholes reyndi að kýla Xabi Alonso

Aftur í tímann: Paul Scholes reyndi að kýla Xabi Alonso
433Sport
Í gær

Eiginkona Thiago Silva skýtur á Andrew Robertsson

Eiginkona Thiago Silva skýtur á Andrew Robertsson
433Sport
Í gær

Liverpool vs Manchester United: Líkleg byrjunarlið í toppslag umferðarinnar

Liverpool vs Manchester United: Líkleg byrjunarlið í toppslag umferðarinnar
433Sport
Í gær

Mason Mount reyndist hetja Chelsea gegn Fulham – Fyrsti deildarsigur Chelsea síðan 21. desember

Mason Mount reyndist hetja Chelsea gegn Fulham – Fyrsti deildarsigur Chelsea síðan 21. desember