fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Everton gerði góða ferð til Lundúna – Gylfi kom inn á sem varamaður

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 13:54

Dominic Calvert-Lewin / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton gerði góða ferð til Lundúna og vann 2-3 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton  hefur verið sjóðandi heitur á tímabilinu og skoraði sitt tíunda mark á tímabilinu í dag. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í liði Everton á 76. mínútu.

Calvert-Lewin, kom Everton yfir með marki strax á 1. mínútu leiksins.

Bobby Reid, jafnaði hins vegar metin fyrir Fulham á 15. mínútu.

Á 29. mínútu var Calvert-Lewin aftur á ferðinni er hann skoraði annað mark Everton í leiknum og sitt tíunda mark í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Á 35. mínútu bætti miðjumaðurinn, Abdoulaye Doucoure, við þriðja marki Everton og leikar stóðu því 1-3 í hálfleik.

Fulham fékk vítaspyrnu á 69. mínútu, Ivan Cavaleiro tók spyrnuna en brást bogalistin er hann skaut yfir markið.

Ruben Loftus-Cheek, minnkaði muninn fyrir Fulham með marki á 70. mínútu en nær komust heimamenn ekki.

Everton er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 9 leiki. Fulham er í 17. sæti með 4 stig.

Fulham 2 – 3 Everton 
0-1 Dominic Calvert-Lewin (‘1)
1-1 Bobby Reid (’15)
1-2 Dominic Calvert-Lewin (’29)
1-3 Abdoulaye Doucoure (’35)
2-3 Ruben Loftus Cheek (’70)

 

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Í gær

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Pique frá í nokkra mánuði

Pique frá í nokkra mánuði
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“