fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

UEFA staðfestir að Ísland fari á EM – Ný gullkynslóð að fæðast?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 18:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur nú staðfest við KSÍ að Ísland sé á meðal þeirra 16 þjóða sem eiga lið í úrslitakeppni EM U21 karla. Tveir leikir voru eftir í riðlakeppninni – útileikir Íslands og Svíþjóðar við Armeníu – og hefur áfrýjunardómstóll

UEFA nú úrskurðað Íslendingum og Svíum 3-0 sigra í þeim leikjum. Þetta þýðir að Ísland hafnar í 2. sæti riðilsins með 21 stig og verður því á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppninni, sem eitt af fimm liðum með bestan árangur í 2. sæti í riðlakeppninni.

Úrslitakeppnin verður haldin í tveimur hlutum í tveimur löndum – í Ungverjalandi og Slóveníu. Riðlakeppnin fer fram dagana 24.-31. mars 2021 og 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslitaleikurinn fara svo fram 31. maí – 6. júní. Dregið verður í riðla fyrir úrslitakeppnina 10. desember næstkomandi.

Ísland hefur einu sinni áður komist á lokamót U21 árs landsliða en það var árið 2011, það lið var borið uppi af gullkynslóð Íslands sem hefur verið í A-landsliðinu síðustu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wolves náði stigi gegn Southampton

Wolves náði stigi gegn Southampton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þjálfari Burnley ánægður með spilamennskuna – „Við vorum með stjórn á leiknum“

Þjálfari Burnley ánægður með spilamennskuna – „Við vorum með stjórn á leiknum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jóhann Berg spilaði í fyrsta sigri tímabilsins

Jóhann Berg spilaði í fyrsta sigri tímabilsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Messi ekki með Barcelona í Meistaradeildinni á morgun

Messi ekki með Barcelona í Meistaradeildinni á morgun