fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Gunnleifur leggur hanskana á hilluna – „Takk fyrir mig“

Sóley Guðmundsdóttir
Föstudaginn 20. nóvember 2020 20:33

Gunnleifur er hættur í fótbolta. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var hættur að æfa um mitt síðasta sumar og fannst ágætt að loka þessu bara formlega, og þakka fyrir mig,“ segir Gunnleifur Gunnleifsson í samtali við Vísi.

Hinn 45 ára gamli Gunnleifur er formlega hættur í fótbolta. Hann birti færslu þess efnis á Twitter í dag. Gunnleifur hefur staðið í marki Breiðabliks undanfarin ár. Í sumar var hann spilandi aðstoðarþjálfari. Hann var varamarkmaður en kom ekkert við sögu sem leikmaður.

„Nú er ég kominn í annað og breytt hlutverk. Ég þekki ekkert annað en að vera markmaður svo þetta eru auðvitað mikil tímamót hjá mér. Maður er rétt byrjaður að líta til baka og það rifjast ýmislegt upp, og þetta er fyrst og fremst bara geggjaður tími heilt yfir. Það er ekkert sem stendur sérstaklega upp úr, eins og titlar og slíkt heldur öll þessi dæmi um fólk sem maður hefur kynnst og bardaga sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Gunnleifur við Vísi.

Gunnleifur segist fyrst og fremst þakklátur fyrir ferilinn og hvað hann gat verið langur og skemmtilegur.

Gunnleifur heldur þó áfram að starfa hjá Breiðablik. Hann mun meðal annars þjálfa 2., 6. og 8. flokk karla og sinna markmannsþjálfun hjá öllum flokkum.

Í leik gegn Mexíkó árið 2010. Mynd/Getty

Fjöldi leikja á Íslandi og með landsliðinu

Gunnleifur spilaði 474 leik á Íslandi, þar af 17 Evrópuleiki. Á Íslandi spilaði hann með HK, KVA, KR, Keflavík, FH og Breiðablik. Erlendis spilaði Gunnleifur með Vaduz í Liechtenstein í svissnesku deildinni.

Gunnleifur var hluti af liði KR sem varð Íslands- og bikarmeistari árið 1999. Árið 2010 varð Gunnleifur bikarmeistari með FH og Íslandsmeistari með þeim árið 2012

Gunnleifur spilaði 26 A-landsleiki á ferli sínum. Hans fyrsti landsleikur var í vináttuleik á móti Möltu sem Ísland sigraði 5-0. Hans síðasti landsleikur var á móti Eistlandi í vináttuleik sem Ísland sigraði 1-0.

Hér má sjá færslu Gunnleifs á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Í gær

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Í gær

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða